12.6 C
Reykjavik
Sunnudagur, 1. ágúst, 2021
Heim Fréttir

Fréttir

Hér segjum við fréttir af öllu sem sem við teljum eiga erindi til veiðimanna og kvenna. Kæru lesendur við getum þetta ekki á ykkar endilega sendið okkur línu þegar eitthvað er að frétta.

Gljúfurá, Fjallgirðing

Umtalsvert vatnsleysi þessa daganna!

Þó að einhverjar rigningargusur hafi skotist ofan af um síðustu helgi er fjarri því að allt Vesturlandið, hvað þá Norðurlandið, hafi notið góðs af. Í aðalatriðum hafa staðið þrurkar á þessum slóðum svo vikum skiptir. VoV fór í bíltúr...

Selá með mestu meðalveiðina á stöng

Þó að Eystri Rangá leiði hjörðina með glæsibrag, þá sýnist okkur við skoðun að Selá hafi verið með afgerandi bestu veiðina síðustu vikuna hvað varðar meðalveiði á stöng.Tæplega fimm á stöng á dag, virkilega glæsilegt sérstaklega þegar skoðað er...
Þingvallavatn, Fish Partner

Kynning á spennandi svæðum Fish Partner

Leigutakar og veiðileyfasalar keppast nú við að kynna ný og eldri veiðisvæði sín, enda eru allir að fá skell vegna þess að erlendir veiðimenn munu vart sjást hér á landi fyrr en í fyrsta lagi um eða uppúr miðju...
Elvar Örn Friðriksson, Hölkná í Þistilfirði

Metopnun í Hölkná!

„Opnendur“ Hölknár í Þistilfirði voru að ljúka veiðum í dag og að sögn þeirra var veiðin lífleg og opnunin „metopnun“ í ánni. Það var ekkert annað. Við fengum skeyti frá Elvari Erni Friðrikssyni veiðileiðsögumanni sem var þar að veiðum og...
Laxá á Ásum

Laxá á Ásum var lífleg fyrsta daginn

Veiði fór vel af stað í Laxá á Ásum í morgun, lax var víða, tók að vísu grannt, en samt tókst að landa 10 löxum Bara í morgun tóku og sluppu á annan tug laxa. Sturla Birgisson, umsjónarmaður árinnar sagði...

Gríðarlegir drekar í „Dalnum“

Gríðarlega öflug byrjun hefur verið á urriðasvæðinu í Mývatnssveit, en veiði í "Dalnum," þ.e.a.s. í Laxárdal hefur einnig farið vel af stað. Að venju veiðast þar færri fiskar heldur en í "Mývó", en á móti kemur að meðalstærðin er...

„Bara geggjaður tími“

Fínasta veiði hefur verið í Eystri Rangá það sem af er og mikið af aflanum er stórlax. Júníveiðin er til þess gerð að safna tveggja ára laxi í kistur til undaneldis. Og Eystri er fyrir löngu komin á blað...

Urriðafoss endaði með átján á land

Alls urðu laxarnir í Urriðafossi í gær 18 talsins og verður það að teljast rífandi flott byrjun á vertíðinni, en veitt er á fjórar stangir á svæðinu. Menn urðu varir við töluvert af fiski eins og dagveiðitalan gefur til...

Stærri árnar gefa tóninn

Laxveiðin gengur alveg prýðilega í þeim ám sem hafa almennilegt rennsli. Þetta eru aðeins fáar ár sem eru opnar enn sem komið er, en tvær þeirra Blanda og Þjórsá hafa gefið prýðilega þrátt fyrir að vera "vatnslitlar". Þeir sem...
Minnivallalækur, Arnarhólsflúð

Vísitering í Minnivallalæk

  VoV vísiteraði Minnivallalæk í lok vikunnar. Vorið hefur verið kalt og frekar erfitt, en áin er full af fiski og það er alltaf sama skemmtilega krefjandi verkefnið að finna út úr því hvað urriðanum þóknast að taka. Samkvæmt gesta- og...

ÝMISLEGT