Siggi með þriðju bókina

Kápan...

Síðustu árin hefur Siggi Héðinn, alias Siggi Haugur, séð lesþyrstum veiðimönnum fyrir veiðibókmenntum. í samtali við VoV á síðasta ári greindi hann frá því að þriðja bókin væri í vændum.

Nú höfðum við ekki heyrt í Sigga í haust, en fyrirheitin sem hann gaf okkur í fyrra voru, að þriðja bókin yrði á sömu nótum og hinar tvær. Þ.e.a.s. veiðisögur, fílósófíur og fluguuppskriftir. Menn koma ekki að tómum kofa hjá Haugnum í þeim efnum, enda hafa fyrri tvær bækurnar skorað vel hjá stangaveiðimönnum og engin ástæða til að æltla að þessi þriðja verði eitthvað annað en flott dæmi.

Sigi segir sjálfur í færslu á FB: „Þetta tókst í þriðja skiptið, farin í prentun og kemur til landsins 19. nóv 2021. Þakka öllum sem hvöttu mig áfram og ýttu á mig. Adda, Sól og Ási takk fyrir ykkar framlag og allt. Þakkir til þeirra sem hnýttu í bókina Jón Stefán, Kjartan, Gunnþór, Ásgeir Steingrims og Hilli takk fyrir hjálpina drengir.“

Svo mörg voru þau orð og spurning hvort að meira er að vænta. Algengt er að rithöfundar hætti eftir þrjár bækur, en við munum spyrja Hauginn út í það fyrr heldur en seinna.