6.8 C
Reykjavik
Laugardagur, 21. maí, 2022
Heim Veiðislóð Veiðisögur

Veiðisögur

Hér verða tíndar til veiðisögur, langar, stuttar, skrýtnar, fáránlegar…..allar sannar náttúrulega. Nýjar, gamlar. Bara veiðisögur sem við hnjótum um á ferðum okkar um bakka vatnanna og síður bókanna/blaðanna.

Norðurá, Norðurárdalur

Seint skilar sumt sér – en skilar sér þó

Það er með ólíkindum hvað maður rekur sig á þegar farið er yfir árin og rýnt í hvað skráð hefur verið. Hér t.d. furðuleg „veiðisaga“ sem átti sér stað við Norðurá árið 1992, aðdragandinn var þó sumarið 1967 og...
Fögruhlíðarós

Sá hlær best sem….

Hér er gömul og góð veiðisaga. Æðislega góð reyndar og gæti verið ýmsum til umhugsunar, sérstaklega m.t.t. hvernig mál æxluðust þegar á umræddan veiðitúr leið. Þessa sögu birtum við í Árbók okkar árið 1996, en hún hefur ekkert versnað...
Nobbler

….og það fáránlega gerðist!

Við heyrðum í nánum vini sem að veiðir stundum með okkur og eftir að hann hafði lesið um svarta Nobblerinn í myrkrinu við Grenlæk, rifjaði hann upp sögu fyrir okkur sem snéri að appelsínugulum Nobbler og ógleymanlegu atviki sem...
Svartur Nobbler

Gömul mögnuð veiðisaga rifjuð upp!

Við veiðar nú í seinhaust rötuðu puttarnir allt í einu að flugu sem ekki hefur verið hreyfð í langan, langan tíma. Um leið og hún var dregin fram, fóru straumar um ritstjóra, því flugan sú arna átti magnaða veiðisögu. Þetta...
Mýrarkvísl

Veiðisaga allra tíma?

Við heyrðum eina góða nýverið. Hún fjallar um veiðimann einn duglegan en frekar óvandaðan náunga sem hafði sérstakt dálæti á Laxá í Mývatnssveit.  Hann var auðugur og hafði traðkað á slatta af tám til að ná auð sínum. Svo...

Magnaðar veiðisögur!

Við vorum að blaða í bókum og blöðum í vikunni, m.a. í veglegri bók um Víðidalsá og Fitjá með stuttum köflum um Gljúfurá og Hópið að auki, enda má færa rök fyrir því að þetta sé in falleg heild....

Hversu fáránlegt getur það verið! – Ótrúleg veiðisaga

Margt hnýtur maður um við skoðun á gestabókum og gömlum veiðibókum í veiðihúsum. VoV er enn í vísiteringu í Reykjadalsá í Reykjadal. Búið að missa einn lax og reisa annan og landa nokkrum fínum urriðum, en í kvöld fundum...

28 pundarinn – Arnór Maximillian segir söguna!

Ein af stærstu veiðifréttum sumarsins, ef ekki sú stærsta er ævintýralegur veiðidagur Arnórs Maximillians sem landaði tveimur risum á sama degi, 101 og 108 cm. Og ekki nóg með það heldur var einn 91 cm líka í sögunni. Hér...
Tjarnarbrekka, Ragnar Gunnlaugsson

Vangaveltur um risavaxið kjálkabein úr laxi við Víðidalsá

Nokkrir harðir Víðidalskarlar hafa verið að velta fyrir sér kjálkabeini af laxi sem gæti hafa verið enn stærri en hvalurinn sem er uppi á vegg í veiðihúsinu Tjarnarbrekku, sá var veginn 16 kg á sínum tíma, eða 32 pund! Þórður...
Lax

Ein magnaðasta laxaflugan varð til úr haug

Ein magnaðasta laxafluga landsins er flugan með skemmtilega nafninu Haugur. Hún er hnýtt af Sigurði Héðni sem að yfirleitt er ekki kallaður annað en Siggi Haugur, og það er skemmtileg saga á bak við tilurð flugunnar. Það er best að...

ÝMISLEGT