Stefán Bjarnason með flottan urriða úr Þorsteinsvíkinni í dag. Alls komu 14 á land.

Veiði hófst á ION svæðunum í Þingvallavatni í dag, Þorsteinsvík og í Ölfusvatnsárósi. Aðstæður voru erfiðar, en með hliðsjón af því var byrjunin vægast sagt frábær. Þó vantaði risafiskana, en þeir skila sér þegar hlýnar meira.

Stefán og Harpa hjá Iceland Outfitters sjá um sölu veiðileyfa á svæðinu fyrir hönd ION og þau sögðu í kvöld: „Það eru erfiðar aðstæður enn, mikill ís, sérstaklega við ós Ölfusvatnsár. En Þorsteinsvík er með heita vatnið undan hrauninu og þar var hægt að veiða. Það komu 14 urriðar á land, allir vænir og sá stærsti um 70 cm.