Sjö laxa opnun í Hítará

Sá stærsti í morgun, 86 cm úr Kverkinni. Myndin er frá Haraldi Eiríkssyni.

Hítará var opnuð í morgun og óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör. Flott vatn í ánni og lax víða.

„Það komu sjö á land í morgun,“ sagði Haraldur Eiríksson leigutaki árinnar í skilaboðum til VoV. Allt voru þetta vænir og fallegir laxar, allt að 86 cm, lax sem Ingvar Svendsen veiddi í Kverkinni. Líflegast var einmitt þar sem og á Breiðinni, þar sem fyrsti lax morgunsins veiddist. Sá tók „hitsaða“ einkrækju.