Tungufljót, sjóbirtingur
Flottur birtingur

Hér er það nýjasta nýtt frá Tungufljóti sem líkt og Geirlandsá var með opnun sem við teljum að sé met. Virðist mikil uppsveifla vera í sjóbirtingsstofnum á þessum slóðum.

Sigurberg Guðbrandsson, Tungufljót.
Sigurberg Guðbrandsson með rígvænan hæng við veiðistaðinn Syðri Hólma.

Við heyrðum í leigutakanum Einari Lúðvíkssyni og hann sagði: „Opnunarhollið í Tungufljóti endaði í 92 fiskum sem að er álíka eins og allur apríl gaf fyrir upptöku fly only og veiða og sleppa í Fljótinu. Það er bara staðreynd að V/S virkar sérstaklega í sjóbirtingsám.“

 

Eftir ríflega 70 fiska opnun síðdegis á sunnudag dró vel úr í gær og í dag enda veður orðið skítt og menn býsna berskjaldaðir fyrir köldum vindinum á bestu vorveiðistöðum Tungufljóts. En með elju og þrautsegju héldu menn áfram að hala inn birtinga.