13 C
Reykjavik
Þriðjudagur, 14. júlí, 2020
Heim Fréttir

Fréttir

Hér segjum við fréttir af öllu sem sem við teljum eiga erindi til veiðimanna og kvenna. Kæru lesendur við getum þetta ekki á ykkar endilega sendið okkur línu þegar eitthvað er að frétta.

Vatnsá, Frúarhylur

Teljari og aðstöðuendurbætur við Vatnsá

Senn líður að opnun „síðustu“ laxveiðiárinnar þetta sumarið, en upp úr 20.7 verður Vatnsá í Heiðardal ofan Mýrdals opnuð og vonast menn eftir byrjun í stíl við flestar aðrar sunnlenskar ár, sem hafa upp til hópa farið afar vel...
Sjávarfoss, Elliðaárnar

Laxveiðin víðast betri en í fyrra

Laxveiðin hefur víðast hvar verið betri í sumar heldur en hörmungarsumarið 2019. Munar sums staður heilum helling, annars staðar minna, en sumar ár eru þó lakari þrátt fyrir að mál manna sé að meira sé af laxi að ganga....

Selá betri eftir nýju reglurnar!

Það vakti athygli þegar leigutakar Selár tóku þá umdeildu ákvörðun að banna sökktauma og þyngar flugur í ánni...og að ef að krókastærð væri stærri en 10 yrði að beygja niður agnhöld. Þarna átti að friða laxinn fyrir óþarfa áreiti...
Hólaflúð, Jökla

Jökla stendur betur en Blanda gagnvart yfirfalli

Það hefur verið í fréttum að yfirfall í Blöndulóni sé um það bil að rústa vertíðinni í Blöndu með yfirfalli óvenjulega snemma sumars. Menn rýna í veðurkortin, en hvort sem það verður nokkrum dögum fyrr eða seinna þá er...

Eystri fór upp fyrir Urriðafoss

Eystri Rangá er mikill hástökkvari þessa síðustu viku með 667 landaða laxa og margt af því boltafiskur. Hún er efst á blaði hjá angling.is, skaust upp fyrir Urriðafoss sem gaf prýðilega, en talsvert minna en Eystri Rangá. Þetta er gríðarleg...

100 plús úr Eystri Rangá

Enn einn stórlaxinn kom á land í morgun, þ.e.a.s. 100 cm plús, sá kom úr Eystri Rangá þar sem verið hefur hörku veiði að undanförnu og margir stórir í bland. Þessi er þó líklega stærstur úr ánni til þessa. Það...

Fyrsti hundrað laxa dagurinn í Eystri Rangá

Fyrsti hundrað laxa dagurinn var í Eystri Rangá í gær og hefur veiði aldrei verið svo mikil í ánni svo snemma sumars. Stórlaxagöngur hafa gjarnan verið fjörugar frá miðjum júlí, en að svo mikill smálax blandist inn í pakkann...

Einn stærsti lax sumarsins kom úr Svalbarðsá í dag

Svalbarðsá í Þistilfirði hefur verið á mjög góðu róli frá því að veiði hófst í ánni og síðasta holl var með hörkuveiði, m.a. 104 cm hrygnu! Í tilkynningu frá Hreggnasa, sem er leigutaki Svalbarðsár segir: „Svalbarðsá að skila fantagóðri veiði....

Mok í Eystri síðustu daga – UPPFÆRT!

Veiði er víða á prýðis skriði, t.d. í Eystri Rangá þar sem mjög vel hefur veiðst að undanförnu. „Það má segja að hafi  verið mok í Eystri Rangá síðustu daga,“ sagði Einar Lúðvíksson í skeyti til VoV í gærkvöldi. Þá...
Langadalsá

Hvaða stefnu tók samtal leigutaka og veiðiréttareigenda?

C-19 heimsfaraldurinn setti heldur betur strik í reikninginn hjá veiðileyfasölum. Margir af erlendum viðskiptavinum annað hvort koma ekki, eða treysta sér ekki til að koma og nýta daga sína. Þetta eru erfiðir tímar fyrir bæði leigutaka og landeigendur. Mikið...

ÝMISLEGT