2.8 C
Reykjavik
Föstudagur, 14. maí, 2021
Heim Fréttir

Fréttir

Hér segjum við fréttir af öllu sem sem við teljum eiga erindi til veiðimanna og kvenna. Kæru lesendur við getum þetta ekki á ykkar endilega sendið okkur línu þegar eitthvað er að frétta.

Enn er birtingur fyrir austan og þvílíkar sleggjur!

Það er enn sama stórfiskaveislan í ám í Vestur Skaftafellsýslu, gömlu sterku árgangarnir eins og ganga aftur, ár eftir ár og nú má heita að ekkert sé að hafa í þessum annað en algjörar sleggjur. VoV hefur verið stopp...

„Alslemmutúr“ hjá Fish Partner

Veiðileyfasalinn Fish Partner er að brydda upp á skemmtilegri uppákomu í sumar. Þeir sem ná að tryggja sér veiðileyfi fara vítt og breytt og reyna að landa „alslemmunni“, þ.e.a.s. að landa laxi, urriða og bleikju á sama degi, eða...

Umræðan upp komin á ný: Of mikið af urriða á kostnað bleikju?

Veiðigarpurinn mikli Cezary Filjakovski setti í morgun mynd af sér á FB með glæsilegan urriða sem hann veiddi í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Og um leið opnaði hann á umræðu sem fór af stað í fyrra, að allt of mikið...

Stórfiskaleikur í Hlíðarvatni

Veiði þykir hafa farið nokkuð vel af stað í Hlíðarvatni í Selvogi og talsvert ber á stórum bleikjum þetta vorið, slattim um 50 sentimetra og þær stærstu til þessa um 60 cm. „Já, þetta var geggjaður strákadagur í dag í...

Bleikjan lætur á sér kræla

Bleikjan er að taka við sér þó að vorið hafi ekki verið tiltakanlega hlýtt. Bjart veður vissulega, en norðanáttir og frost á nóttum. En fregnir og myndir héðan og þaðan benda til að bleikjan sé að koma til og...

Nýtt Sportveiðiblað og fullt af flottu efni

Sportveiðiblaðið, vorblaðið er komið út. Fullt af flottu efni að vanda. Stangaveiði í framsætinu að þessu sinni, enda sú tíð að renna í hlað. Gunnar Bender, ritstjóri, hefur alltaf verið gefinn fyrir drottingarviðtöl og þau eru tvö núna, bæði með...
Minnivallalækur, Arnarhólsflúð

Fer rólega af stað í Minnivallalæk en stendur til bóta

Veiðin hefur farið rólega af stað í Minnivallalæk í Landssveit, enda er jafnan mun kaldara inni í landi heldur en nær sjávarsíðunni. Þó er þar fiskur undir og nokkrir vænir komið á land. VoV dvaldi við lækinn (sem er frekar...

„Háskólinn“ fer vel af stað

Veiði hófst í Elliða- og Helluvatni á Sumardaginn fyrsta, þ.e.a.s. 22. apríl síðast liðinn. Nokkuð góð veiði hefur verið þótt dagaskipti hafi verið. Allt er það urriði sem veiðst hefur. „Það er búið að vera fín veiði í Elliðavatni það...

Strengir endurnýja Jöklu í áratug!

Í dag voru tíðindi í útleigubransanum, Strengir gengu frá samningi um Jöklu til tíu ára. Augljóslega gengur samstarfið þar vel, en Strengir hafa byggt upp Jöklusvæðið hin seinni ár og gert það að einu af best laxveiðisvæðum landsins. Í fréttatilkynningu...

Sannkallað tröll úr Geirlandsá!

Geirlandsá hefur verið að gefa risafiska síðustu árin, þar eins og annars staðar hafa fiskar stækkað með meiri sleppingum á sjóbirtingi. Nú í vikulok  veiddist 102 cm birtingur í ánni og er það mögulega stærsti birtingur vorsins og ef...

ÝMISLEGT