13.9 C
Reykjavik
Fimmtudagur, 5. ágúst, 2021
Heim Fréttir Eru þau að fá'ann?

Eru þau að fá'ann?

Ritstjóri þessa vefrits sá um veiðifréttaþáttinn Eru þeir að fá’ann í Morgunblaðinu í rúmlega 26 ár. Segja má að hér hafi þær haldið áfram, með meira pláss og tækifæri en nokkru sinni fyrr.

Einn svakalegur úr Stóru!

Það er búið að landa örfáum löxum í sumar sem náð hafa 100 cm eða meira. Laxá í Aðaldal hefur þar komið mest við sögu eins og svo oft áður. Hér greinir frá einum um meterinn sem veiddist í...

Sannkallaður höfðingi úr Eyjafjarðará

Það er farið að bera á risableikjunum sem Eyjafjarðará er þekkt fyrir. Ein slík var að koma á land í dag og talað er um að „svæði 5 „sé að fara í gang,“ en þar veiðast flestar stærstu bleikjurnar....
Veiðivötn

Veiðivötn standa undir nafni

Veiði hefur verið ágætum í Veiðivötnum það sem af er og fimmta veiðivikað býsna góð þó að hún hafi verið sú lakasta til þessa. Á fallegri og gamalgróinni vefsíðu þeirra sem halda úti veiðiskapnum og aðstöðunni segir m.a. um fimmtu...

Mjög sérstakt sumar lullar áfram

Laxasumarið er mjög sérstak og raunar engin leið að ráða í hvernig þetta fer á endanum. Kalt áferði í vor virðist hafa seinkað göngum og svo virðast göngur vera að teygja sig yfir lengra tímabil, ekki risagusur sem síðan...

Fljótaá er komin á gott ról eftir hitabylgjuleysingarnar

Fljótaá í Fljótum er kannski dæmigerð fyrir árnar á Norðurlandi, hvernig þær verða fyrir barðinu á árferðinu, kuldum, þurrkum og flóðum, sem geta alveg eins verið vegna hita, eins og í sumar. Vigfús Orrason heldur utan um Fljótaá, sem...

Zeldan minnir á sig og vekur gamlar minningar um aðra ofurflugu

Það er ekki ýkja mörg ár síðan við greindum frá ofurflugunni Zeldu. Hún hafði verið til í all mörg ár í vörslu höfundarins, Kjartans Antonssonar og nokkurra vildarvina, en svo gerði Kjartan hana opinbera. Hún hefur verið að skora...

Norðausturhornið er í lagi

Annað kvöld koma nýjar tölur á angling.is og þá verður fróðlegt að sjá uppgang eða .....niðurgang? í einstökum ám og landshlutum. Fregnir síðustu daga herma að það séu nokkuð þéttar göngur á vestanverðu landinu og hafi glæðst norðan til og...

Fnóská: Sá stærsti í sumar?

Vissulega er veiðin að taka við sér vítt og breytt. Það er ekki gömul saga eða ný að áferði geti ráðið því hvenær laxinn gengur. Síðustu ár hafa verið hlý og fiskur gengið snemma. Núna var þessu öðru vísi...

Það er smá fútt núna, vonandi verður framhald á

Það er svona frekar létt yfir öllum eftir að straumurinn 11-12.7 gekk yfir. Víðast hvar var lax að ganga í straumnum og menn sammála um að vegna kalds vors hefði laxinn gengið seint. Svo sannarlega hefur hann gert það...

Skánandi en gæti verið betra

Það komu tölur á angling.is í kvöld og margir biðu þeirra, sjá hvort að straumurinn 11.-12.7 hefði skilað einhverju. Dæmi nú hver fyrir sig þegar við skoðum tölurnar og berum þær saman við tölur fyrir viku síðan. Urrriðafoss hefur verið...

ÝMISLEGT