7.8 C
Reykjavik
Mánudagur, 22. nóvember, 2021
Heim Fréttir Eru þau að fá'ann?

Eru þau að fá'ann?

Ritstjóri þessa vefrits sá um veiðifréttaþáttinn Eru þeir að fá’ann í Morgunblaðinu í rúmlega 26 ár. Segja má að hér hafi þær haldið áfram, með meira pláss og tækifæri en nokkru sinni fyrr.

All svakalegur Maríulax!

Eystri Rangá fór yfir 3000 laxa múrinn í vikunni sem er bara fínt þó langt sé að baki risametinu í fyrra. Það má ekki alltaf miða við met. En á meðan óveðrin gengu yfir varð áin svakaleg og gruggug....

Laxveiðinni að ljúka – rýnt í niðurstöður

Nú er laxveiðinni að ljúka ef undan eru skyldar sleppitjarnarárnar á Suðurlandi. Lokatölur hafa hrúgast inn og mikið verið talað um slakt sumar. En hver er staðan og við hvað skal miðað, hörmungarsumarið 2019 eða toppsumur fyrir fáum árum?...
Norðurá, Norðurárdalur

Norðurá – fækka stöngum, stækka svæði

Það er nú búið að staðfesta með fréttatilkynningu að Rafn Valur Miðfirðingur sjái um sölu veiðileyfa í Norðurá næstu fimm árin, "verst geymda leyndarmálið í laxaheiðiheiminum" sögðu Sporðaköst, enda sagði VoV frá þessu 12.9 s.l. Enginn vildi staðfesta það...

Gluggarnir að gefa vel!

Þrátt fyrir verulega rysjótt veður hefur sjóbirtingsveiðin verið góð. Það koma vaktir og dagar að það er ekki stætt úti og óveiðandi vegna drullu og flóða, en í gluggunum eru menn að gera góða hluti. Lítum á tvö dæmi,...

Líður að lokum – allur gangur á tölum

Nýjar vikutölur komnar í hús hjá angling.is, að mestu, og mörgum tölunum fylgir að um lokapunkt 2021 sé að ræða. Segja má að eftir síðasta sumar, sem þótti ekki sérlega gott en var þó veisla miðað við 2019, að...

„Bara geggjað gaman“

Núna er skollin á hrina af haustlægðum sem valda vatnavöxtum og fleiri erfiðleikum á sjóbirtingsslóðum. Inn á milli koma glufur og þá hefur komið í ljós að mikið er að ganga af birtingi þessa daganna. Enda hans tími kominn...

Hvílíkt eintak!

Tíð vatnsveður hafa sett strik í reikninginn í mörgum sjóbirtingsám á Suðausturlandinu að undanförnu, en þegar árnar hafa náð að jafna sig er ljóst að talsvert er gengið af vænum birtingi. Eldvatn fær þó aldrei drullugusurnar, við heyrðum í...

Tröll úr Geirlandsá

Menn eru að gera góða hluti í sjóbirtingsánum í Vestur Skaftafellssýslu, enda "prime time" runninn upp á þeim slóðum. Við höfum heyrt af fínum skotum í Tungufljóti, Tungulæk, Vatnamótum og Geirlandsá svo eitthvað sé nefnt. Þetta kom t.d. frá...

Mikið hefur rignt af og til á Suðurlandi að undanförnu og í Vestur Skaftafellssýslu hefur bæst við flóruna eitt stykki Skaftárhlaup. Þannig að nóg hefur verið vatnið. Þegar það er of mikið, þá er það of mikið, en þegar...

Lakari veiði í vatnaskilum á sér ástæður

Minni veiði en oft áður í vatnaskilum bergvatnsáa í Borgarfirði á sér skýringar. Á sama tíma og t.d. Norðurá og Þverá/Kjarrá hafa skilað einhverjum hundruðum löxum meira en á síðasta slaka sumri, hafa Straumar og Brenna, vatnaskil þeirra við...

ÝMISLEGT