5.8 C
Reykjavik
Föstudagur, 26. apríl, 2024
Heim Fréttir Síða 2

Fréttir

Hér segjum við fréttir af öllu sem sem við teljum eiga erindi til veiðimanna og kvenna. Kæru lesendur við getum þetta ekki á ykkar endilega sendið okkur línu þegar eitthvað er að frétta.

Jökla er komin á yfirfall!

VoV  er á Austurlandi þessa daganna og við ókum yfir og meðfram Jöklu í dag. Hún er komin á blússandi yfirfall, vellur fram kolmórauð og lítt veiðileg. Þetta er alltaf sama vesenið, en í gegn um árin hefur þetta...

„Allt uppselt“ er dálítið ónákvæmt

  Síðustu vikur hefur mátt ætla að varla sé nothæft laxveiðileyfi að fá, svo mjög sé sótt í helstu bitana. Helst að skilja að allir veiðileyfasalar séu meira og minna uppseldir. Það er nú samt ekki alveg nákvæmt, enn finnast...

Fyrstu laxarnir mættir á vettvang?

Eðlilega hefur athyglin í veiðiskapnum síðustu vikur verið á sjóbirtingi og staðbundnum silungi, en það styttist í laxinn, styttist verulega, og leiða má líkum að því að þeir fyrstu séu farnir að ganga í nokkrar ár. Nokkur svæði hafa verið...
Ásgarður, Bíldsfell, Sogið

Bati í Soginu og von til að engin net verði 2019

Eftir nánast hrollvekjandi sumar í Soginu í fyrra, þá verður ekki annað sagt en að góður bati hafi verið í sumar. Það liggur fyrir þó að við höfum ekki allar tölur á takteinum. Við byggjum að mestu á tölum...
Svartstokkur, Kjarrá

Ekki allir á eitt sáttir um stöðuna á laxveiðileyfamarkaðinum

Hver er eiginlega staðan á laxveiðileyfamarkaðinum? Þó að vitað sé að sumum veiðileyfasölum gengur betur en öðrum þá eru skoðanir óvenju skiptar þessa daganna, allt frá því að haldið sé fram að allt sé rósum stráð yfir í að...

Bara fín opnun í Miðfirði

Miðfjarðará opnaði í morgun og þar er tíðarfarið sem vetur og aðstæður í samsvari við það. Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki, var þó sáttur við útkomuna, „8 stórlaxar í dag í vægast sagt erfiðum aðstæðum,“ hans orð. Áður hafði frést af...

Laxá í Aðaldal

Fyrir fáum dögum sögðum við frá því að framvegis yrði allt Veiðislóðarefni inni á áskriftarsvæði. Hér er reyndar ein undantekning því alls eru svona úttektir fyrir ellefu hæstu laxveiðiárnar 2016 inni á Veiðislóð. Og á næstu vikum bætum við...

Reiða Öndin – Reiðari Öndin

Fyrirbærið Reiða öndin, stundum Reiðari öndin hefur vakið athygli víða og áhuga okkar á VoV. Þarna er verið að framleiða stórskemmtilegar veiðimannavörur, sem ekki teljast einungis frábærar til gjafa, heldir er notagildið enn fremur algert. Við báðum Reiðu Öndina...
Norðurá, Norðurárdalur

Norðurá – „Skemmtilegt eins og alltaf“

VoV forfallaðist á bökkum Norðurár þegar áin var opnuð í morgun. Óvæntir hlutir geta komið upp á. En við heyrðum í Einari Sigfússyni sölustjóra árinnar nú í kvöld og tókum púlsinn á stöðunni. Einar var afar ánægður með daginn,...

Ævintýralegir dagar í Tungufljóti

Eftir að vorið fór að láta heyra í sér síðustu daga hefur komið á daginn að í flestum ef ekki öllum helstu sjóbirtingsám landsins er mikið af fiski og ekki bara mikið af fiski, heldur mikið af stórum fiski....

ÝMISLEGT