0.9 C
Reykjavik
Laugardagur, 22. janúar, 2022
Heim Vötn og veiði

Vötn og veiði

NÝJUSTU FRÉTTIR og GREINAR

Laxá í Dölum, Hreggnasi

Hreggnasi bætir tíu árum við í Laxá í Dölum

Veiðifélagið Hreggnasi, sem hefur haft Laxá í Dölum á leigu síðan árið 2014, hefur endurnýjað samning um ána til tíu ára.Samstarfið greinilega gott á þeim bæjum. Í fréttatilkynningu sem Hreggnasi lét frá sér fara stendur m.a.; "Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á...

SVFK missir Fossála – Fish Partner færir út kvíarnar

Þær fregnir hafa borist að Fossálar séu ekki lengur í höndum SVFK, veiðileyfasalinn Fish Partner hafi náð þar samningum við landeigendur. Þetta eru tíðindi, SVFK hefur haft ána um árabil, en Fish Partner verið að færa sig upp á...

Á nýju ári (þessu) verður Sportveiðiblaðið fertugt!

Stuttu fyrir jól kom út nýjasta tölublað Sportveiðiblaðsins. Glæsilegt blað að vanda og kannski engin frétt í því í sjálfu sér. Það hefur verið vaninn hjá umsjónarmönnum blaðsins. Stóra fréttin er kannski öðru fremur sú, að þessu nýja ári...

Nýjungar hjá Veiðikortinu

Veiðikortið fyrir 2022 kom út nokkru fyrir jól og er alltaf um sama hvalrekann fyrir veiðimenn að ræða. Alls geta korthafar bleytt færi í 36 vötnum og ám víðs vegar um land og nú hafa spennandi valkostir bæst við. Í...

Hátíðarkveðjur – frá VoV

Kæru lesendur. Nú tekur við stutt hátíðarfrí hjá VoV. Við óskum ykkur öllum gleðilegra hátíða á komandi dögum og fögnum því að nú teygir birtan sig æ lengra með hverjum deginum og það styttist í nýja vertíð.

Rjúpubók Dúa Landmark: Viðhorf og hefðir

VoV er stangaveiðivefur, en við höfum áður gefið pláss undir bækur um skotveiði, enda stundar fjöldi stangaveiðimanna skotveiði. Ekki verður undan því vikist þegar jafn glæsileg bók og bók Dúa Landmark, Gengið til rjúpna, hefur litið dagsins ljós. Hér...

Um Nudd í Nuddsholu – Kaflabrot í Fjallamönnum

Kjarnakonurnar hjá Sölku hafa endurútgefið hina merku bók Fjallamenn eftir goðsagnapersónuna Guðmund Einarsson frá Miðdal sem var ekki aðeins einn fremsti stangaveiðimaður síns tíma, heldur mikið náttúrubarn og ferðagarpur. Þetta er afar sérstæð bók og með leyfi Sölku, birtum...

Að missa fisk eða að missa ekki fisk – kafli úr Dagbók Urriða

Hér birtum við með leyfi höfundar og útgefandans Sölku, kaflabrot úr bókinni Dagbók Urriða eftir Ólaf Tómas Guðbjartsson. "Þó að það kunni að hljóma ótrúlega, þá voru það fiskar sem ég missti ekki sem urðu mér hvað sárastir á yngri...

Ólafur Tómas og Dagbók Urriða

Ólafur Tómas Guðbjartsson sendi nýverið frá sér sína fyrstu og mögulega einu veiðibók. Dagbók Urriða heitir hún er er Salka útgefandi. Ólafur sagði í samtali við VoV að bókin væri nokkurs konar samantekt á reynslu sinni síðustu áratugina, sem...
Norðurá, Norðurárdalur

„Nafnið ekki beint aðlaðandi“ – sýnishorn úr Norðurárbók Jóns Bald

Eins og við höfum greint frá, hefur gamli flugnahöfðinginn Jón G. Baldvinsson gefið út bók um sína eftirlætis laxveiðiá, Norðurá. Norðurá - Enn fegurst áa með skýrskotun í eldgamla bók Björns J Blöndal um sömu á og hét Norðurá...

Þýski dómarinn Ervin Orb, hann var ekki allra

Það hefur ekki farið fram hjá stangaveiðimönnum að Sigurður Héðinn, alias Siggi Haugur gaf nýverið út sína þriðju veiðibók. Hér birtum við lítilræði úr bókinni með leyfi Drápu, útgefanda bókarinnar. Þetta er sagan um "Dómarann". -Ég hef áður minnst á...

Metfjöldi laxa um fiskveginn

Þegar Sporðaköst birtu frétt í haust þess efnis að 200 laxar hefðu gengið upp nýjan farveg Hítarár, í kjölfarið á náttúruhamförum í dalnum, vakti talan með okkur minningu, einnig frá  haustinu um aðra 200 laxa. Þannig er nefnilega mál vexti...

Norðurá – enn fegurst áa

Jón G. Baldvinsson, sá margreyndi veiðihöfðingi, hefur víða veitt á löngum ferli. Norðurá er þó hans stóra ást og hefur alltaf verið. Nú er hann búinn að skrifa fallega bók um ána, Norðurá - enn fegurst áa, og á...

FLEIRI FRÉTTIR