4 C
Reykjavik
Miðvikudagur, 21. október, 2020
Heim Vötn og veiði

Vötn og veiði

NÝJUSTU FRÉTTIR og GREINAR

Fosshylur, Selá, Laxar

Eystri Rangá losaði 9000, Affallið með risamet

Veiði er nú formlega lokið, veitt er til 20.október í mörgum af helstu sjóbirtingsánum og leyft er að veiða jafn lengi í þeim laxveiðiám sem byggja á hafbeitarsleppingum. Oft gengur haustveiði í nokkrum takti við árferði sem hefur á...

Hreggnasi framlengir í Hafralónsá og Grímsá

Það hafa verið nokkrar sviptingar á leigumarkaðinum að undanförnu, en sumt breytist ekki, Hreggnasi hefur nú framlengt í Grímsá og Hafralónsá. Í fréttatilkynningu sem barst VoV segir m.a.: „Nýverið var framlengdur samningur um Hafralónsá í Þistilfirði til næstu ára.  Hreggnasi...

Nýtt félag með langtímasamning um Eystri Rangá

Nýtt fyrirtæki á veiðileyfamarkaði hefur verið stofnað og ber það nafnið Kolskeggur. Nafnið er tilhlýðilegt þar sem það á sér ríka tengingu við Njáluslóðir þar sem veiðisvæði Kolskeggs er að finna. Jóhann Davíð Snorrason, sem verið hefur sölustjóri hjá...

Veiðisögur rifja upp veiðisögur

Veiðisögur rifja oft upp aðrar veiðisögur. VoV lesa oft hjá keppinautnum Sporðaköstum og þar var nú síðast sagt frá laxi sem veiddist tvisvar, 102 cm dreki í Austurá í Miðfirði. Líklega af því að vettvangurinn var efri hluti Austurár...

Settur öskureiður ofan í kistu

Stærðar laxhængur, yfir 100 cm veiddist í klakveiði í Jöklu fyrir skemmstu og fór rakleiðis sprelllifandi en öskureiður ofan í kistu. Metveiði var í Jöklu ásamt hliðarám hennar eins og fram hefur komið. Þröstur Elliðason leigutaki Jöklu birti þessa mynd...

Hvernig leggst þetta sumar eiginlega?

Menn velta vöngum yfir gæðum þessa sumars og bera gjarnan saman við hörmungina í fyrra. Vissulega voru nokkrar ár góðar og aðrar með mun betri útkomu heldur en í fyrra, sérstaklega vestanlands, En það þarf alltaf að taka með...

Vangaveltur um göngur í Elliðaárnar

Mikið var rætt um laxgengd, laxveiði og aflatölur í Elliðaánum í sumar og oft talað um að veiðin væri ekki í samræmi við göngutölur úr teljaranum. Að áin hlyti að eiga mikið inni. Á Facebook síðu  áhugamanna um árnar...
Austurá, Sporðaköst

Hvetur til fræðslu um Veiða-sleppa

Veiða og sleppa fyrirkomulagið hefur alltaf verið umdeilt og ekki síst allra síðustu árin hvað varðar laxveiðina. Laxveiðiár þar sem öllu hefur verið sleppt um árabil á niðurleið. Varla deilir þó neinn lengur um það hvernig hófleg nýting eða...

Sami hængurinn hjá Mattthíasi?

Matthías Þór Hákonarson, leigutaki Mýrarkvíslar greindi frá því á FB síðu sinni að áin hefði skilað sér sínum stærsta laxi á ferlinum á lokadeginum. Um var að ræða 103 cm risahæng. En spurning hvort að Matthías hafi landað sama...

2020 lítt skárra en 2019 þegar upp er staðið

Mbl.is og Veiðihornið stóðu fyrir rafrænum fundi með frummælendum og pallborði í vikunni. Þar kom eitt og annað merkilegt fram, m.a. sú staðhæfing Bjarna Júlíussonar þess efnis að þrátt fyrir hvað tölur segja, hafi sumarið 2020 verið síst betra...

Stóra Laxá kveður með stórlaxaveislu

Stóra Laxá er að kveðja sumarið með mikilli stórlaxahrotu. Í gær kom þar á land stærsti lax sumarsins og dugnaðarforkar og reynsluboltar sem eru að loka henni núna röðuðu inn tröllunum í morgun. „Þeir hafa verið í rosalegu stuði strákarnir...

Geldfiskar verið að sýna sig á sjóbirtingsslóðum

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort að eldri árgangar sjóbirtinga séu að halda uppi spennandi veiði nú í haust. Til marks um það er mikill fjöldi stórra gamalla fiska, en þeim mun minna hefur sést og veiðst af geldfiski,...

Vatnsá á góðu róli

Vatnsá er ein þeirra áa sem er að skila betri tölu heldur en í fyrra og veiði þar hefur verið býsna góð að undanförnu. Margar ár hressast á haustin, Vatnsá er ein af þeim. Þar er veitt til 12.október. Síðasta...

FLEIRI FRÉTTIR