-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur, 14. apríl, 2024
Heim Vötn og veiði

Vötn og veiði

NÝJUSTU FRÉTTIR og GREINAR

Erum að koma

Við förum í gang fljótlega eftir helgi. Afsakið okkar dyggu lesendur. Stundum koma upp móment. En nú erum við að gera klárt...

Árið er: 1988 – Flökkulaxar

Mánuðirnir  janúar til mars eru ekki heitustu fréttamánuðirnir á veiðivefsíðum. Frá 1.apríl kveður svo við annan tón. En þangað til ætlum við að rifja upp fortíðina dálítið. Árið 1988 kom út fyrsta Stangaveiðiárbókin. Hún var samvinnuverkefni ritstjóra VoV og Gunnars...

Gleðileg jól, njótið stundanna og fögnum endurkomu ljóssins

VoV óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Við höfum verið í stöðugri þróun vegna breyttra tíma og þess vegna kannski ekki verið eins sýnilegir allra síðustu vikurnar og venja er til. Á nýju ári koma vissar áhersubreytingar vonandi í ljós.

Ekki var ein báran stök – grátbrosleg veiðisaga frá liðnu hausti

Það væri ekki úr vegi að ljúka þessu ári með skemmtilegri veiðisögu frá liðinni vertíð. Skella henni hér inn og svo jólakveðju til allra okkar lesenda og velunnara. Þetta er grátbrosleg saga frá liðnu hausti. Gerðist um mánaðamót september/október...

Hvaða græja á að vera í pakkanum? Kostað

Fátt þykir veiðikörlum - og konum skemmtilegra en að fá veiðigræjur í jólagjöf. En hvað er til ráða fyrir gefendur, sem hafa ef til vill ekki hugmynd um hvaða græju eigi að festa kaup á? Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst er...

Komdu að veiða

Sigurður Héðinn, sem kallaður er Siggi Haugur af flestum vinum sínum, hefur skrifað sína fjórðu veiðibók á fimm árum. Komdu að veiða heitir hún, Drápa gefur út. "Bókin hafði vinnuheitið Óskalistinn þar sem ég ákvað að fara með lesendur í...

Aðal málið að vera þurrrrr – kostað

Vöðlur eru hluti af vopnabúri veiðimanna, hvort heldur er í stanga- eða skotveiði. Ingólfur Kolbeinsson hjá Vesturröst er sérfræðingur í vöðlum, en verslun hans sérhæfir sig í vöðlum frá Orvis. Ingólfur segir: "Ég hef mikla reynslu um allt varðandi vöðlur,...

Jólablað Sportveiðiblaðsins lent

Út er komið jólablað Sportveiðiblaðsins og er að vanda glæsileg jólagjöf til veiðimanna. Kennir margra grasa í blaðinu. VoV er búið að stúdera nýjasta tölublaðið, skoða flest og lesa margt. Einn hæst að okkar mati ber viðtal Eggerts Skúlasonar við...

Iðandi ormur – kostað

Vesturröst hefur síðustu árin selt vægast sagt umdeilda flugu sem menn hafa ýmist kallað "ekkiflugu" eða jafnvel agn sem ætti að banna, þar sem menn væru að reyna að pota sér áfram þar sem maðkveiðibann er í gildi. Squirmy...

Jökullegnir…og þaralegnir

Frásögn VoV um jökullegna laxa hér og þar um landið, í framhaldi af áköfum fréttum frá Stóru Laxá um "nýja" og "nýlega" gengna laxa, vakti athygli og við höfum sjaldan fengið jafn margar lesningar á frétt. Förum aðeins lengra...

„Jökullegnir“, það er þekkt fyrirbæri

Eldislaxafárið hefur leitt eitt og annað af sér, m.a. annars reglur sem heimila landeigendum og leigutökum að lengja veiðitímann fram í næsta mánuð til að ná óboðnum gestum. Það hafa leigutakar Stóru Laár gert, en ákvörðun þeirra er umdeild....

Að hugsa út fyrir boxið

Þessa síðustu daga laveiðinnar hefur lítið verið að frétta. Eitthvað að kroppast uppúr Rangánum, Affallinu, Skógá og Þverá, en ekkert sem breytir ásýnd vertíðarinnar. En það getur lengisa sí verið von á góðri veiðisögu og hér er ein óvenjulega...
Laxá í Kjós, Kvíslafoss

Á vikunnar: Laxá í Kjós

Nýjustu tölur af angling.is miða við stöðuna að kvöldi 27.september. Að renna niður töfluna má sjá margar lokatölur, eins nokkrar ár sem eru í þekktari kantinum sem eru ekkert að flýta sér að setja inn tölur. Allt komið í...

FLEIRI FRÉTTIR