6.8 C
Reykjavik
Laugardagur, 14. maí, 2022
Heim Vötn og veiði

Vötn og veiði

NÝJUSTU FRÉTTIR og GREINAR

Svakalegur dreki úr Ytri Rangá

Enn veiðast birtingar í ánum og sumir sannkölluð tröll. Einn sá al stærsti á þessu vori veiddist nýverið í Ytri Rangá, IO veiðileyfi, umsjónaraðili árinnar greindi frá. Í texta sem þau birtu með meðfylgjandi mynd mátti lesa í dag: "Þetta...
Þingvallavatn

Enn bætir í möguleikana við Þingvallavatn

Vel hefur veiðst í Þingvallavatni það sem af er vori. Urriðinn verið í aðalhlutverki og margir stórir. Síðustu árin hefur hvert nýja svæðið af öðru verið opnað fyrir almenna sölu. Nú síðast kynnti veida.is land Skálabrekku sem er nett...

Óvenju rýrt á opnunardegi Fitjaflóðs

Grenlækur, nánar tiltekið Flíð, svæði 4, var opnað í gær. Um það sáu framámenn úr SVFK eins og oft áður. Oft er óhemjulegt mok þarna fyrstu daganna, en nú hvað við annan tón. Óskar Færseth lýsti opnunardeginum: "Lækurinn opnaði í...

Nýtt laxveiðisvæði lítur dagsins ljós

Nýtt stangaveiðisvæði, laxveiðisvæði, verður reynt með skipulegum hætti á komandi sumri. Það er austurbakki Ölfusár við Selfoss og það er veida.is sem að heldur utan um sölu veiðileyfa. Þarna hefur verið netaveiði. Og gjöfular lagnir, verður að segjast, enda...

Fáum sögum fer af einni bestu ánni

Urriðaveiðin á vorin er ekki bundin við Þingvallavatn og sjóbirtingsár á Suðurlandi, ein öflugasta silungsveiðiá landsins er furðu sjaldan í sviðsljósinu og kannski vegna þess að aðdáendur árinnar eru bara sáttir við það. Við erum að tala um Hólaá,...

Gott skot í Minnivallalæk og fiskar vænir

Frekar lítið hefur farið þeim ágæta veiðistað Minnivallalæk í fréttum nú í vor, enda ástundun með öðrum hætti en verið hefur þar sem veiðihúsið hefur verið í yfirhalningu. Því hafa verið veiddir stakir dagar og stundum enginn að veiða...

Birtingurinn að þoka sér neðar í kerfin?

Enn eru menn að gera góðar ferðir í birting í Skaftafellssýslunum og mikið virðist enn vera af fiski. Þó sést ein og ein vísbending um að fiskurinn sé farinn að þoka sér neðar í kerfin. Það segir t.d. af þeim...

Reynir með flugukastnámskeið

Það leynir ekki á sér að stangaveiðivertíðin er hafin og sumarið rétt handan við hornið. Birtingarmyndirnar eru margvíslegar, ein er t.d. sú að Reynir Friðriksson, einn reyndasti stangaveiðimaður landsins, leiðsögumaður og kastkennari, blæs nú til þriggja flugukastnámskeiða. "Verð með flugukastnámskeið...

Þingvallavatnið allt komið í gang

Vorveiðin stendur enn í blóma. Nægur sjóbirtingur er enn í ánum og urriðaveiðin, t.d. í Þingvallavatni gengur vel. Dagarnir eru misgóðir að venju og fer eftir aðstæðum sem náttúran býður upp á, auk tækni og getu þeirra sem standa...

Rólegar vaktir en fiskur víða

Enn er víða birtingur í ám fyrir austan en dagarnir eru misgóðir og fer oft eftir aðstæðum sem eru stundum betri og stundum verri. Við fréttum af Hjörleifi Steinarssyni sem hefur evrið að veiðum í Eldvatni síðan í gær. "Það...

Vötnin að opna hvert af öðru

Nú hafa ýmis vötn verið að opna að undanförnu, Vífilstaðavatn 1.apríl og nú á sumardaginn fyrsta í gær fimtudag, sjálfur háskóli vatnaveiðimannsins, Elliðavatn. Enn er góður gangur í sjóbirtingsveiði fyrir austan. Það er svo með vatnaveiðina að stundum fást ekki...

Kroppast upp á Austurbakkanum

Það kroppast upp birtingur á eystri bakka Hólsár. Þar eru menn ekki að standa yfir torfum af fiski, svæðið er víðfemt og þeir veiða best sem eru duglegir að fara víða og reyna víða. Það er kominn slangur af fiski...
Laxfoss, Laxá í Leirársveit

Laxá í Leirársveit í útboð

Veiðifélag Laxár í Leirársveit hefur auglýst eftir tilboðum í ána frá og með sumrinu 2023 til 2027, en þeir félagar Haukur Geir Garðarsson og Ólafur Johnson hafa verið ána á sínum snærum um árabil. Búast má við að margir...