Ægissíðufoss, Ytri Rangá
Veitt í Ægissíðufossi í Ytri Rangá.

Búið er að loka síðustu laxveiðiánum, en það voru Rangárnar tvær, Affall í Landeyjum og Þverá í Fljótshlíð. Stóra fréttin er að Ytri Rangá var með hæstu tölu yfir veidda laxa 2018, en mjög skammt undan var Eystri Rangá. Eystri var þó hástökkvarinn frá síðasta ári á meðan að Ytri var verulega lakari en þá.

Martin Bell, Einar Falur, Eystri Rangá
Martin Bell er hér að glíma við lax í Eystri Rangá. Mynd Einar Falur.

Ytri Rangá endaði með 4032 laxa, samanborið við 7451 í fyrra, efst 2018, en samt 3419 löxum lakari! Eystri Rangá endaði með 3960 laxa, eða aðeins 72 löxum minna en Ytri áin. Oft og lengi var áin efst yfir vertíðina. Eystri gaf 2143 laxa í fyrra, þannig að uppsveiflan var upp á 1817 laxa sem er flott.

Þverá í Fljótshlíð endaði með 499 laxa, sem er 51 laxi meira en í fyrra. Þá var Affallið með 872 laxa sem var gríðarleg bæting frá slöku sumri 2017 þegar aeðins 193 laxar veiddust. Sveiflan upp er 669 laxar.