Tungulækur
Glímt við vænan birting í ármótum Tungulækjar og Skaftár. Mynd -gg.

Aldrei þessu vant, þá vantar tölur úr Tungulæk, sem er að öllum öðrum sjóbirtingssvæðum ólöstuðum það besta og þótt víðar væri leitað en á Íslandi. Það eitt getum við sagt lesendum með vissu þó að þar var veiði góð…

…það fór reyndar rólega af stað, áin er með þessu kalda lindarvatni og hún er þröng og djúp á aðal veiðisvæðinu, þannig að oft fer veiðin hægt í gang. En þegar hitastig hækkar smátt og smátt þá tekur allt saman við sér. Guðmundur Atli Ásgeirsson leiðsögumaður, sem heldur utan um opnunarhollið, sem skipað er frönskum veiðimönnum, sagði okkur um miðjan dag að veiðin hefði verið „svona kropp“ í byrjun, en hefði verið batnandi. Síðan náðist ekki í nokkurn mann, en utan af okkur heyrðum við að síðdegið og kvöldið hefðu gefið hefðbundna bombu….meira og nánar um Tungulæk síðar og við fyrsta tækifæri.. En sem sagt, þeir sem hafa gaman af mokveiðitölum úr Tungulæk þurfa að bíða pínku, en geta andað rólega….það var líflegt!

UPPFÆRT!

Jú, við heyrðum í þeim í Tunglæk rétt áðan: Þetta voru um 50 fiskar, það glæddist vissulega en veðrið var of glært og bjart og stillt til að skila meiru. Menn eru í óvissu um hversu mikið er af fiski, það komi kannski í ljós þegar fer að rigna og snjóa í komandi viku, þá komi betri tökuskilyrði….en hér eru myndir frá Guðmundi Atla frá opnunardeginum:

Tungulækur
Fallegur geldfiskur úr Tungulæk. Myndir eru allar frá Guðmundi Atla Ásgeirssyni.
Tungulækur
Frekar þunn þessi hrygna!
Tungulækur
Það er mikið af geldfiski í ánum í Vestur Skaftafellsýslu…..