Norðurá, Baula. Óskar Páll Sveinsson
Táknræn mynd frá Norðurá á þessu sumri. Bjart yfir, Baula. Óskar Páll að kveðja ána.

Óskar Páll Sveinsson setti inn status á Fésið sitt nú um helgina, kvaddi þar leiðsögumennsku sumarsins í Norðurá og hlakkaði til að endurnýja kynnin að ári. Við báðum Óskar að meta stöðuna í Norðurá þar sem okkur þótti ekki ólíklegt að hún endurspeglaði fleiri ár á vestanverðu landinu.

Óskar sagði: „Það er slangur af laxi í ánni og ef að það rignir eitthvað af ráði um helgina þá gæti komið gott skot. En hún þarf alvöru rigningu. Ég myndi segja að það hafi vantaði aðeins uppá stóru gönguna, en ég hef líka séð minna af laxi í henni. Það er mjög mikið af laxi á nokkrum stöðum þannig að „slangur“ er kannski að gera of lítið úr magninu. Það er bara búið að vera svo lengi algjörlega vatnslaust að það er erfitt að meta þetta. Þegar ég var að veiða sjálfur í vor, 12-15 júní, þá fannst okkur vera gott magn af stórlaxi og meira af smálaxi komið svo snemma en árið áður. En ég held að flestir séu sammála um það að það vantaði aðeins kraftinn í stóru smálaxagöngurnar sem mæta í fyrra hluta Júlí.“

Svona til upprifjunar, þá höfðu alls veiðst 1355 laxar í Norðurá síðast liðið miðvikudagskvöld. Á sama tíma í fyrra hafði veiðst 1171 lax. Allt síðasta sumar veiddust 1342 laxar í Norðurá þannig að þetta sumar er þegar orðið betur en ölll vertíðin í fyrra.