0.8 C
Reykjavik
Miðvikudagur, 22. október, 2025
Heim Fréttir Eru þau að fá'ann?

Eru þau að fá'ann?

Ritstjóri þessa vefrits sá um veiðifréttaþáttinn Eru þeir að fá’ann í Morgunblaðinu í rúmlega 26 ár. Segja má að hér hafi þær haldið áfram, með meira pláss og tækifæri en nokkru sinni fyrr.

Laxveiðin vel yfir meðallagi

Í samantekt á LV-vefnum angling.is kemur fram að bráðabirgðaútreikningar á laxveiðinni 2016 sýni að veiðin hafi verið nokkuð yfir langtíma meðalveiði á nýliðnu sumri. Stórlaxagöngur vógu þar upp á móti fremur slökum smálaxagöngum. Á angling.is segir m.a. um...

Enn er veitt í Eystri en Ytri búin að loka

Enn er hægt að skreppa austur í Rangárþing og næla sér í lax því umsjónaraðilar Eystri Rangár hafa ákveðið að hafa ána opna til næst komandi fimmtudags, 27.10. Hins vegar er búið að loka Ytri Rangá og lokatölur hennar...

Fleiri lokatölur í pottinn

Það skreiðast inn nýjar lokatölur, þetta tekur sinn tíma en betra seint en aldrei segir máltækið. Tvær í kvöld, ein alveg ágæt, hin þolanleg miðað við hversu erfitt sumarið var lengi vel. Þetta eru Stóra Laxá í Hreppum,...

Tungufljótið fullt af fiski

  Sjóbirtingsveiði lauk formlega í síðustu ánum s.l. fimmtudag og vonumst við til að geta birt einhverjar tölur úr þeirri veiði á næstunni. Byrjum í dag með því að flytja frétt frá Tungufljóti sem var gjöfult í sumar, enda mikið...

Ytri gaf vel síðustu vikuna

Við vitum ekki betur en að laxveiði hafi lokið síðast liðinn fimmtudag, þ.e.a.s. í Rangánum, Affalli og Þverá í Fljótshlíð sem eru á undanþágu með lengir vertíð en sjálfbæru árnar. Enn voru menn að veiða vel fram...

Lokatalan í Norðurá komin

Það er smá bið á síðustu lokatölunum úr íslensku laxveiðiánum, en Norðurártalan er þó loks komin á angling.is og vantar þá að vísu örfáar í viðbót, en kannski eru þær mikilvægustu sem enn vantar, tölur úr Grímsá og Svalbarðsá. Lokatalan...
Stefán Sigurðsson, Tungufljót, Iceland Outfitters

Enn góð sjóbirtingsveiði – en kuldinn….

Enn eru menn að veiða vel á sjóbirtingsslóðum, en kuldatíðin hefur þó sett strik í reikninginn, fiskur tekur ekki eins vel og menn endast skemur í kuldanum. En það er haft fyrir satt að mikið er enn af fiski...
Einar Falur, Þorsteinn Joð, Langidráttur, Kjarrá

Kjarrá: Sá stóri lét ekki mynda sig

Formlegri opnun Þverár/Kjarrár lauk um hádegisbilið og gekk veiðin að óskum, þetta var “solid“ og góð byrjun með einum rosalegum hápunkti þegar einn og sami hylurinn gaf 19 laxa svo að segja í beit á einum morgni. En heildartalan...
Karen Þórólfsdóttir, Hofsá

Hressilegt í Vopnafirðinum

Það er fínasti gangur í Vopnafirðinum, Selá var með einhverja bestu opnun sem menn muna og Hofsá fór líka vel af stað. Þar var fiskur um alla á og nokkrir fallegir komu á land. Ekki höfum við tölu úr Hofsá,...
Norðurá, Baula. Óskar Páll Sveinsson

„Slangur“ gerir kannski lítið úr magninu

Óskar Páll Sveinsson setti inn status á Fésið sitt nú um helgina, kvaddi þar leiðsögumennsku sumarsins í Norðurá og hlakkaði til að endurnýja kynnin að ári. Við báðum Óskar að meta stöðuna í Norðurá þar sem okkur þótti ekki...

ÝMISLEGT