Stefán Sigurðsson, Tungufljót, Iceland Outfitters
Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters með langa og mikla sjóbirtingshrygnu úr Syðri Hólma í Tungufljóti.

Enn eru menn að veiða vel á sjóbirtingsslóðum, en kuldatíðin hefur þó sett strik í reikninginn, fiskur tekur ekki eins vel og menn endast skemur í kuldanum. En það er haft fyrir satt að mikið er enn af fiski og fátts em bendi til að birtingurinn sé byrjaður að ganga niður.

Stærstu „holltölur“ sem við hörfum heyrt af eru frá Geirlands, stuttu eftir opnun þegar hópur veiddi 103 birtinga. Þetta voru 3 til 10 punda fiskar og veiddust allir í Ármótunum annars vegar og „Á Görðunum“ hins vegar, en Garðarnir eru neðan brúar yfir Breiðabalakvísl  á Þjóðvegi 1.

Þá heyrðum við í Þórarni Kristinssyni eiganda Tungulækjar sem að sagði nýlegt holl sem hann náði tali af, hafa verið með 50 fiska landaða. Frekar lítið miðað við fiskmagnið í ánni, en kuldinn setti þar strik í reikninginn, lofthiti lítill og áin fremur köld í eðli sínu, djúp og víða þröng að auki. Framan af var mjög mikið vatn í ánni og fiskur dreifður og stundum erfitt að finna hann, en þegar fór að minnka búnkaði hann sig meira upp og þá fór veiðin að ganga betur.

Af öðrum svæðum má nefna að menn hafa gert það gott í Tungufljóti í Skaftártungu og fiskur þar veiðst mest við Syðri Hólma og á svokölluðum Flögubökkum.