Fögruhlíðarós
Sjóbleikjan úr Fögruhlíðarós s.l sumar, 60 cm tröll!

Laxveiði hefur víða verið að glæðast að undanförnu eftir stórstraum síðustu daga, en margir horfa ekki síður til sjóbleikjunnar og hún hefur tekið við sér og er að ganga fyrr en oft áður. T.d. í Vatnsdalsá þar sem verulega flott skot hafa komið.

Víða að hafa komið fregnir af snemmgenginni sjóbleikju. Víðidalsá, Vatnsdalsá, ósi Gljúfurár við Hópið, Hólmakvísl, Fljótaá og fleiri svæði mætti nefna. Við vorum að spjalla við Pétur Pétursson leigutaka Vatnsdalsár og hann greindi frá því að síðustu daga fyrir síðustu helgi hefði hópur danskra veiðimanna verið að veiðum á silungasvæðinu og 350 verið landað. „Mjög mikið af þessu voru sjóbleikjur, vænir fiskar allt að sex punda, en það voru líka sjóbirtingar og staðbundnir silungar. Á laxasvæðinu komu frekar rólegir dagar, en sjóbirtingar héldu mönnum við efnið og þeir voru allt að 6 punda. Það góða er að 90 prósent af aflanum var sleppt aftur, þeir drápu aðeins það sem þeir ætluðu sér að snæða í veiðihúsinu og það þykir mér vera hegðun til eftirbreytni“ sagði Pétur.

Veiðimenn voru aðeins að skoða ós Gljúfurár við Hópið um helgina, fín veiði hafði verið þar daganna á undan með sjóbleikju og birtingi allt að 6 pundum. Það var helgarorlof að þessu sinni og til marks um að það er aldrei á vísan að róa. Þó náðust nokkrir fiskar og slegist var við birting sem var talinn nálægt tíu pundum, en allt kom fyrir ekki, eftir kortér osnaði flugan. En svæðið hefur gefið vel