Tíðindi! – Sandá til SVFR

Um svæðið gengur mikið af laxi..

Sandá í Þistilfirði er komin í hendur SVFR og það eru heldur betur tíðindi þar sem veiðiklúbburinn Þistlar hafa verið með ána áleigu frá árinu 1964. Einungis félagar í klúbbnum, vinir þeirra og gestirveiddu í ánni öll þessi ár. Sandá er ein af þessum frægu stórlaxaám í Þistilfirði og er því hvalreki fyrir SVFR.

Þistlar eru merkilegur klúbbur, frá upphafi voru þar landfrægar veiðikemor á borð við Jón G. Karlsson fyrrverandi formann SVFR og Garðar H.Svavarsson sem kenndur var við Kjótbúð Tómasar, en Garðar var einn magnaðasti stangaveiðimaður landsins um árabil, kappsamur og afburða flinkur.

Sandá er með vatnsmestu bergvatnsám landsins, í 5-6 sæti ef að VoV minnir. Hún er laxgeng 10 kílómetra að fossi sem er ólaxgengur. Þannig háttar með allar árnar fjórar í Þistilfirði, Sandá, Hölkná, Hafralónsá og Svalbarðsá. Margt er líkt með þeim.

Veitt er á þrjár stangir í Sandá og hefur veiðin sveiflast mikið milli ára. Á angling.is er hægt að skoða veiðina frá árinu 2000. Að vísu vantar lokatölur úr ánni 2016-2018. En hin árin öll sveiflaðist veiðin frá 128 löxum og upp í 531 lax. Bestur sumrin voru 2015 þegar 531 lax veiddist. Var það metveiði í Sandá. 2011 veiddust 476 laxar og 2014 447 laxar. Í fyrra var veiðin 292 laxar sem er nokkuð gott en var í stíl við að veiðin á Norðausturlandi var hlutfallslega miklu betri heldur en í öðrum landshlutum.