Þverá/Brennan: Líflegt í morgun

Halldór Hafsteinsson með glæsilega hrygnu af Brennunni í morgun.

Þverá opnaði í morgun og var Brennan, þ.e.a.s. ármótin við Hvítá að venju með eins og síðustu ár. Við vitum enn lítið hvernig gengur upp í á, en heyrðum í Ingólfi Ásgeirssyni úr hópi leigutaka í morgun sem sagði Brennuna hafa gefið „þó nokkra laxa.“

Davíð Másson með væna hrygnu.

Það má segja að nú séu kjörskilyrði fyrir að fiskur safnist á Brennuna, vatnsmagn lítið í Þverá og fiskur því að sækja í skjól af jökulánni. Enda segir Ingólfur að svæðið sé fullt af fiski, mest hafi þeir sett í laxa neðarlega svæðinu, en laxinn sé þó að finna um allt svæðið. Eflaust eru svipaðar aðstæður í Straumunum þar sem Norðurá fellur útí Hvítá.

Ingólfur Ásgeirsson með enn eina flottu hrygnuna af Brennunni í morgun.

En líkt og í Norðurá í gær reiknum við með því að fá fallegar fyrstu-vaktar tölur þegar hvíldartíminn rennur í hlað. En þangað til má njóta mynda Sigurjóns Ragnars hér, en hann fylgdi leigutakasveitinni niður á Brennutanga í morgun.