Tröll úr Ásgarði í gær.

Það var ekki mikið að frétta af bökkum vatnanna í kuldanum um páskana, en þó….nokkrir harðjaxlar fóru og skoðuðu nýja svæði Fish Partner, kennt við Ásgarð á bökkum Skaftár. Vel bar í veiði!

Fallegur birtingur af Ásgarðssæðinu í Skaftá. Myndirnar eru fengnar af FB síðu Ómars Smára Óttarssonar.

Það voru þeir Ómar Smári Óttarsson, Stefán Bjarki Óttarsson og Brynjólfur Jóhann sem skelltu sér austur og myndirnar sem við fundum á FB síðu Ómars benda til þess að þarna sé heldur betur veiðivon. Þeir fengu nokkra fiska og væna eins og sjá má.

Svolítið þunn greyið eftirveturinn, en braggast vonandi.

Nánar tiltekið er Ásgarðssvæðið það svæði sem tekur við af ármótum Skaftár og Tungulækjar. Á sumrin og haustin gætir þar nokkurs af ferskvatni Tungulækjar þó að það sé farið að þynnast nokkuð, en á vorin er Skaftá sjálf nokkuð tær í kulda og báðar voru þær að auki vatnslitlar systurnar Skaftá og Tungulækur. Vatnið var því tært, en kuldinn spilaði á móti. Eins og sjá má eru skarir með bökkum. En það kom ekki í veg fyrir að nokkrir boltar höfðust á land.

Á svæðinu er einnig lítið vatn með samgang við Skaftá og gengur birtingur í vatnið um læk sem fellur á milli vatns´og ár.