2.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur, 28. mars, 2024
Heim Fréttir Eru þau að fá'ann?

Eru þau að fá'ann?

Ritstjóri þessa vefrits sá um veiðifréttaþáttinn Eru þeir að fá’ann í Morgunblaðinu í rúmlega 26 ár. Segja má að hér hafi þær haldið áfram, með meira pláss og tækifæri en nokkru sinni fyrr.

Sá stærsti sumarsins til þessa

Heimasíða Miðfjarðarár á FB greindi frá því í dag að 98 cm lax hefði veiðst í Austurá og er það sá stærsti sem VoV hefur haft spurnir af það sem af er þessu sumri. Auðvitað á margt eftir að...

Prýðis opnun í nokkrum nýjum

Veiði byrjaði í Miðfjarðará, Eystri-Rangá og Laxá í Kjós í morg­un. All nokkuð er síðan að laxar fóru að láta á sér kræla í öllum ánum og því voru væntingar hóflega góðar. Þrír lax­ar veidd­ust í Miðfjarðará í morg­un...

Smálaxinn er “fjölmennur” þessa daganna!

Veiði hefur stóraukist síðustu vikuna, kraftmiklar smálaxagöngur og slangur af stórlaxi með í einum af stærstu straumum sumarsins. Veiðitölur hafa tekið mikinn kipp og margar ár eru komnar yfir sambærilega tolu síðasta sumars. Kíkjum aðeins… Förum fyrst yfir töluhæstu árnar,...

Vopnafjörðurinn ekki að svíkja

Það var búist (eða vonast eftir) flottri byrjun í Vopnafjarðaránum og opnunin þar gefur vissulega góð fyrirheit, en eins og venjulega, þá leiðir tíminn í ljós hvernig allt fer.Selá opnaði fyrr en áður, eða síðasta föstudag. Eigandinn Jim Ratcliffe hefur...

Ein besta byrjun í Vatnsá frá upphafi

Það er nú bara mjög stutt síðan að síðasta laxveiðiáin opnaði, Vatnsá litla í Heiðardal. Það þýðir ekkert að opna hana á sama tíma og aðrar ár, hún er langt inni í landi og er með síðgenginn stofn. En...

Ævintýrin gerast þrátt fyrir bölmóðinn

Vatnsdalsá er ein af þeim ám sem liðið hefur fyrir vatnsleysið það sem af er sumri, en eins og svo víða, að þrátt fyrir ástandið þá þá verða til ævintýri. Þetta par sem myndirnar sýna, lentu t.d. í því...

Hrikaleg tröll úr Eyjafjarðará

Eyjafjarðará hefur verið að stimpla sig inn sem alvöru sjóbirtingsveiðiá og bætir það flóruna til muna, en fyrir er áin ein besta sjóbleikjuá landsins. Það eru þarna innan um hrikalegir boltar, tröll sem gefa birtingum Suðurlands ekkert eftir. Á FB...
Langá, Kattarfoss, Þor Sigfússon

Opnun Langár lífleg og í góðu meðallagi

Seinni vaktinni var lokið er við heyrðum í Vífli Oddssyni sem er að opna ána með fjölskyldu og vinum líkt og síðustu árin. En Vífill var hress í bragði og sagði opnunina líflega og alveg hreint í góðu meðallagi,...

Norðausturhornið er í lagi

Annað kvöld koma nýjar tölur á angling.is og þá verður fróðlegt að sjá uppgang eða .....niðurgang? í einstökum ám og landshlutum. Fregnir síðustu daga herma að það séu nokkuð þéttar göngur á vestanverðu landinu og hafi glæðst norðan til og...

Haustveiðin í Þingvallavatni að taka við sér

Oft er talað um að vorið og inn í sumarið sé gósentími til að veiða risaurriðann í Þingvallavatni en sannast sagna er síðsumarið og haustið ekki mikið síðra, sérstaklega í Þjóðgarðinum, en einnig á öðrum svæðum. "Síðustu tvær vikurnar hafa...

ÝMISLEGT