Ytri gaf vel síðustu vikuna

Haust við Ytri-Rangá

Við vitum ekki betur en að laxveiði hafi lokið síðast liðinn fimmtudag, þ.e.a.s. í Rangánum, Affalli og Þverá í Fljótshlíð sem eru á undanþágu með lengir vertíð en sjálfbæru árnar. Enn voru menn að veiða vel fram á síðasta dag.

Við höfum byggt aflafréttir okkar á vikulegum tölum á angling.is og að þessu sinni var einungis vikutala fyrir Ytri Rangá og bar hún upp á miðvikudaginn 19.10, eða einum degi fyrir vertíðarlok. Fyrir hinar árnar þrjár standa aðeins tölur frá 12.10 sem við höfum áður birt. En Ytri var að gefa vel síðustu vikuna, 149 laxa sem er all gott miðað við að ástundun var ekki hundrað prósent. Þar með var Ytri Rangá komin í 9275 laxa, sem er talsvert betra en í fyrra þegar 8803 laxar komu á land. Ytri Rangá er lang efst yfir landið í fjölda veiddra laxa.