Fyrir fáum dögum sögðum við frá því að framvegis yrði allt Veiðislóðarefni inni á áskriftarsvæði. Hér er reyndar ein undantekning því alls eru svona úttektir fyrir ellefu hæstu laxveiðiárnar 2016 inni á Veiðislóð. Og á næstu vikum bætum við fleirum inn. Þetta er stórfróðleg lesning og við viljum með þessu sýna ykkur hvað þarna er á ferð.

1207 laxar árið 2016 á móti 2001 árið áður. Nánast sama talan sem er býsna sterkt miðað við að smálax sást varla í ánni. Þetta eru tvö bestu sumrin í Laxá síðan 2010. Veiðin var algerlega borin uppi af stórlaxi, bæði hefðbundnum tveggja ára laxi, sem var með allra vænsta móti, og ekki síst risum, en hátt í 200 laxar veiddust í ánni sem voru lengdarmældir á bilinu 100 til 120 cm.

Veiði eftir vikum í Laxá í Aðaldal 2016
Dags. skráningarFjöldi laxaStangirLengd tímabilsVeiði pr. stöng sl. tímabilVeiði pr. stöng pr. dag sl. tímabil
22.6.201629
29.6.2016737
6.7.201626618710,71,5
13.7.20163781876,20,9
20.7.20165171877,71,1
27.7.20166231875,90,8
3.8.20167121874,90,7
10.8.20168181875,90,8
17.8.20168621872,40,3
24.8.20169041872,30,3
31.8.20169621873,20,5
7.9.201610751876,30,9
14.9.201611651875,00,7
20.9.201612071862,30,4

Um helmingur, eða um 600 laxar veiddust á svokölluðum Nesveiðum og er það besta veiðin þar síðan 1979 að sögn Nesverja. Þar voru um eða yfir 100 laxar frá 100 til 120 cm sem er svakaleg statistík og ekki var hún mikið lakari á svæðum Laxárfélagsins. Þetta er engin magnveiði, það eru 18 stangir skráðar á ána, en menn fara ekki í Laxá fyrir magnið heldur ævintýrið.

Vikuna 24.-31.ágúst veiddust t.d. ekki nema 58 laxar í ánni. Áin sjálf með öllu sem hún býr yfir, og vonina um þann stóra er það sem leitað er eftir og það voru ansi margir veiðimenn sem upplifðu að vonin varð að veruleika. Og ekki er öll sagan sögð með hátt í tvöhundruð 100cm+, því aragrúi af 90 til 99 cm löxum veiddust einnig og eins og kunnugt er, þá ná margir slíkir í efri mörkunum að losa tuttugu pundin.

Umræða var um það hvort að 30 punda múrinn hafi verið rofinn í sumar. Þarna voru 120, 118 og 117 cm hængar. Sumir telja að það séu 30 punda tröll, aðrir eru ekki sömu skoðunar og segja þetta vera 27-28 punda. Sumum finnst þetta ekki skipta máli, en það er þó gaman að geta sagt frá því að maður hafi skroppið í Laxá í Aðaldal og landað einum 30 punda!