Einn þriggja boltalaxa á fyrstu vakt í Húseyjarkvísl í gærmorgun.

Enn eru ár að opna, auk Hafralónsár og Laxár í Dölum, opnaði Húseyjarkvísl í gærmorgun. Eins og annars staðar var komið nokkuð af tveggja ára laxi og menn þar á bæ eru sáttir við fyrstu vaktina.

Á FB síðu sem leigutakar halda úti fyrir Húseyjarkvísl segir að fyrsta vaktin hafi skilað þremur löxum á land, allt voru það vænir fiskar og allir veiddust í Laxhyl.