8.8 C
Reykjavik
Þriðjudagur, 9. september, 2025
Heim Veiðislóð Fluguboxið

Fluguboxið

Rétt að taka það fram að þetta er ekki endilega fluguhnýtingarþáttur. Við skyggnumst einnig í flugubox veiðimanna sem tína úr flugur sem hafa einhverja skemmtilega fortíð.

Nobbler

….og það fáránlega gerðist!

Við heyrðum í nánum vini sem að veiðir stundum með okkur og eftir að hann hafði lesið um svarta Nobblerinn í myrkrinu við Grenlæk, rifjaði hann upp sögu fyrir okkur sem snéri að appelsínugulum Nobbler og ógleymanlegu atviki sem...
Skuggi....

Skuggi kominn með systkini

Við höfum af og til greint frá því hvað fluguhnýtarinn og veiðileiðsögumaðurinn Sigurður Héðinn Harðarson, eða Siggi Haugur eins og hann er oft kallaður, er að bralla við væsinn. Hann hefur frumsamið ýmsar stórveiðnar flugur og gert sérviskulegar eigin...
Svartur Nobbler

Gömul mögnuð veiðisaga rifjuð upp!

Við veiðar nú í seinhaust rötuðu puttarnir allt í einu að flugu sem ekki hefur verið hreyfð í langan, langan tíma. Um leið og hún var dregin fram, fóru straumar um ritstjóra, því flugan sú arna átti magnaða veiðisögu. Þetta...
Þurrflugur

Þurrflugur 26-34 – hvernig fara menn eiginlega að þessu?

Að veiða á þurrflugur nr 26-32 er snúið mál en gjöfulla heldur en margir myndu trúa. Svo lítil eru þessi kvikindi að það eitt að skipta um flugu gætu menn haldið að kallaði á ofursjón og fádæma fingraleikni til...
Eyjafjarðardiskó, Sveinn Þór

Sveinn Þór afhjúpar leynivopn

Sveinn Þór Arnarson fluguhnýtari og veiðimaður á Akureyri hefur lagt síðustu hönd á gamalt leynivopn sem hefur gefið honum og fleirum „einn og annan“ eins og höfundurinn komst að orði. Flugan heitir Eyjafjarðardiskó og skyldi engan undra þegar myndin...
Autumn Hooker

Autumn Hooker veiðir ekki bara á haustin

Við höfum verið að setja inn greinar um veiðnar og skemmtilegar flugur og hafa nöfn Nils Folmers Jörgensen, Sigga Haugs og Sveins Þórs Arnarsonar borið hátt enda atorkusamir hönnuðir sem skella fram hverri gerseminni af annarri. Hér er ein...
Þingeyingur

Gamli góði Þingeyingurinn!

Það eru ekki svo mörg ár síðan að Þingeyingurinn var og hét og álitinn ein af allra bestu laxaflugunum. Hann var þess tíma Sunray, frábær leitarfluga og laxinn gerði oft betur en að pirrast, sýna sig og skvetta, heldur...
Zelda

Zeldan í þróun og ekki hætt að gefa, aldeilis ekki

Kjartan Antonsson og Eydís Gréta hafa ekki látið staðar numið með þróun á súperflugunni Zeldu eftir að hún sló rækilega í gegn í fyrra eftir að hafa verið “afhjúpuð”. Nú eru komnar stærri og loðnari týpur og við heyrðum...
Lax, Lax-á

Þrjár magnaðar til að bæta í boxin fyrir sumarið

Nú er laxveiðitíminn að sigla inn í sinn mest spennandi hluta og það væri ekki úr vegi að kíkja á laxaflugur sem margir hafa kynnst, en mögulega enn fleiri alls ekki. Þetta er skáskorni Skugginn hans Sigga Haugs, Hrúta...
Glowing

Fluga sem kveikir á ljósi í myrkri

Haugur, fyrirtæki Sigurðar Héðins og Ingólfs Helgasonar snýst ekki bara um að selja veiðileyfi, þeir fá líka hnýttar sérlega vandaðar flugur eftir uppskrift þeirra frá Atlantic Flies, hnýtingarfyrirtæki Jóns Inga Ágústssonar í Thailandi. Meðal þeirra er ofurflugan „skáskorin“ Skuggi,...

ÝMISLEGT