Grágæsir

Þessi uppskrift, eins og sú fyrri, á einnig rætur að rekja til bókarinnar Réttir úr ríki Vatnajökuls sem ritstýrð var af Halldóri Halldórssyni matreiðslumeistara, en hann lærði handtökin á Hótel Höfn á sínum tíma. Bókin, sem kom út 2006 er algjör klassísk þar sem allt er miðað við hráefni sem fyrirfinnst í ríki Vatnajökuls. Hér er hægelduð gæsabringa.

Þennan rétt höfum við að sjálfsögðu prófað og jafnvel sett inn sérviskulegar breytingar. En efnisyfirlitið er svo hljóðandi og er miðað við fjóra. Menn bæta bara við eftir því hversu margir ætla að taka þátt í veislunni:

4x 200 gramma bringur.

Salt og pipar

Kartöflur:

400 gr sætar kartöflur

400 gr bökunarkartöflur

Olívuolía

Salt og pipar aftur.

Sósan:

Laukur, eitt stk lítill

Ein gulrót

Timian, ferskt 2 greinar

3 dl rauðvín

3 dl vatn

2 tsk rifsberjahlaup

Nauta- eða villikraftur

Valhnetur

Valhnetur (þessu höfum við sleppt og rýrir ekki réttinn að okkar mati þó að kokkurinn sé ábyggilega ósammála!

100 gr valhnetur

Hálfur dl sykur

Hálfur dl appelsínusafi

Þetta er slatti af efni, en rétturinn er samt alls ekki flókinn. Forhita þarf ofninn í 140 gráður og svo er bringunum lokað á pönnu og hent yfir slatta af salti og pipar. Þetta er ekki heil gæs, þannig að eldunin í ofninum ætti ekki að þurfa lengri tíma  en 30-40 mínútur. Hvíla þær síðan í kortér aðeun en þær eru skornar.

Meðlætið:

Sætu kartöflurnar eru flysjaðar og þær ásamt bökunarkartöflunum eru skornar ca sentimeters bit. Þetta er kryddað með salti og pipar og bakað í á 210 gráðum á meðan að bringurnar eru að hvíla sig.

Ramon
Þetta er gæsavínið!

Frábært vín með gæsinni

Ramon Bilbao Edicion Limitada. Spænskt eins og nafnið gefur til kynna. Dökkkirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Skógarber, plóma eik, vanilla.

BRAGÐFLOKKUR: KRÖFTUGT OG ÓSÆTT

Hér eru vín með kraftmiklu berjabragði, oftar en ekki eikarþroskuð, alkóhólrík og stundum nokkuð tannísk. Flest þeirra er hægt að geyma í nokkur ár.