Við veiðar nú í seinhaust rötuðu puttarnir allt í einu að flugu sem ekki hefur verið hreyfð í langan, langan tíma. Um leið og hún var dregin fram, fóru straumar um ritstjóra, því flugan sú arna átti magnaða veiðisögu. Þetta var svartur Nobbler, ekkert merkilegt við það, vaskakeðjuaugu og löng útaf öngulstærðinni. En fyrir all […]