Wooly Bugger ryður sér til rúms
Silungsveiðin er í miklum blóma sem stendur og hvaðanæva að berast skemmtilegar fréttir. Veiðivötn, Arnarvatnsheiði, Skagaheiði, urriðasvæðin öll í Suður Þingeyjarsýslu, sjóbleikjuveiði norðanlands og austan. Og svo vötnin út um allar koppagrundir.
Ein er sú fluga sem merkilega oft hefur...
Straumflugurnar hans Cezary
Veiðihornið hefur hafið innflutning á flugum sem eru fremur óvenjulegar að sjá sbr. myndirnar sem hér birtast. Margir hérlendir veiðimenn, einkum þó þeir sem eru mikið í vatnaveiðibransanum þekkja til Pólverjans Cezary Fijalkowski sem búsettur hefur verið á Íslandi...
Brá, ein besta laxaflugan í björtu veðri
Það er kannski rigning akkúrat í augnablikinu en síðan koma aftur bjartir og sólríkir dagar. Hér fjöllum við um flugu sem að hefur reynst vera einhver besta sólskinsflugan sem við höfum heyrt um.
Brá heitir hún og hefur flogið fremur...
Fluga sem kveikir á ljósi í myrkri
Haugur, fyrirtæki Sigurðar Héðins og Ingólfs Helgasonar snýst ekki bara um að selja veiðileyfi, þeir fá líka hnýttar sérlega vandaðar flugur eftir uppskrift þeirra frá Atlantic Flies, hnýtingarfyrirtæki Jóns Inga Ágústssonar í Thailandi. Meðal þeirra er ofurflugan „skáskorin“ Skuggi,...
Beygla – í þriðja kasti tók sex punda urriði með ofsafengnum ákafa
Það vekur jafnan athygli og eftirtekt þegar þekktir fluguhnýtingamenn og hönnuðir senda frá sér nýja flugu. Gylfi heitinn Kristjánsson, höfundur Króksins, Mýslunnar og Beykisins er höfundur Beyglunnar sem svo var skírð hér um árið og við rifjum...
Sagan af bláum Purrki og gulum Pillnikk.
Það er alltaf gaman þegar nýjar flugur eru kynntar, þeim kastað fyrir bráðina og virka. Það eru margir fluguhnýtarar hér á landi, einn þeirra er Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður og veiðileiðsögumaður í Vatnsdalsá.
Sigurður Árni hefur nýlega hannað og gert...
Þrjár magnaðar til að bæta í boxin fyrir sumarið
Nú er laxveiðitíminn að sigla inn í sinn mest spennandi hluta og það væri ekki úr vegi að kíkja á laxaflugur sem margir hafa kynnst, en mögulega enn fleiri alls ekki. Þetta er skáskorni Skugginn hans Sigga Haugs, Hrúta...
Afdrifaríkur skortur á selshárum
Áður en lengra er haldið er rétt að biðjast velvirðingar á heldur slappri mynd hér að neðan af flugunni sem hér er til umfjöllunar. Ritstjóra til málsbóta er þó, að um gamalt, lúið, grátt og guggið eintak er að...
Zeldan – umtalaðasta nýja flugan er alls ekki ný!
Ein umtalaðasta fluga liðinnar vertíðar var ekki ný af nálinni. Henni hafði þo verið haldið nánast leyndri um árabil. Þetta er Zelda og Veiðislóð bað höfundinn Kjartan Antonsson, að segja okkur frá flugunni og krydda með nokkrum sögum.
„Hugmyndina að...
Zeldan í þróun og ekki hætt að gefa, aldeilis ekki
Kjartan Antonsson og Eydís Gréta hafa ekki látið staðar numið með þróun á súperflugunni Zeldu eftir að hún sló rækilega í gegn í fyrra eftir að hafa verið “afhjúpuð”. Nú eru komnar stærri og loðnari týpur og við heyrðum...