Sveinn Þór Arnarson fluguhnýtari og veiðimaður á Akureyri hefur lagt síðustu hönd á gamalt leynivopn sem hefur gefið honum og fleirum „einn og annan“ eins og höfundurinn komst að orði. Flugan heitir Eyjafjarðardiskó og skyldi engan undra þegar myndin er skoðuð!

Þetta er sem sagt lokaútgáfa af flugunni en hún hefur verið í þróun um nokkurra missera skeið, raunar í all nokkur ár. En heyrum hvað Sveinn Þó rsegir um fluguna: „Eyjarfjarðardiskó ,lokaútgáfa, fer undir á morgun og útgáfan sem er hnýtt á öngul hefur tekið einn og annan og reyndar fleiri laxa og t.d á lofti. Fyrsti fiskurinn sem kom á þessa flugu var lax og hann tók  hana á lofti hjá mér fyrir margt löngu í Eyjarfjarðará.“

Við fyrstu skoðun þá dettur manni til hugar sjóbleikjufluga, en hvað hafa ekki margir laxar fallið fyrir skrautlegum sjóbleikjuflugum? Jú, ansi margir. Þetta gæti verið haustflugan í ár.