Tungufljót
Fallegur birtingur úr opnun Tungufljóts. Mynd Sigurberg.

Tungufljót opnaði í dag og ekki verður annað sagt en að vel hafi farið af stað. Veður var gott, kalt en stillt og fiskur í torfum á venjulegum slóðum, neðst í ánni.

Sigurberg Guðbrandsson hefur opnað ána síðustu vor ásamt félögum sínum og gerði svo einnig nú. Hann sagði í skeyti til okkar: „Komnir um 30 á land það sem af er degi. Ekki búið að heyra frá öllum eftir hádegið. Fiskar upp í 76cm.“ Þegar hér var komið sögu voru ca tveir tímar eftir af raunhæfum veiðitíma, sem oft er besti tíminn í birtingi á vorin. Vonandi getum við bætt við seinna í kvöld, en ef ekki, þá á morgun.