Cezary og Michal Wojtas með tvo ferlega nú í kvöld.

Þegar halla tekur sumri fer stórurriðinn að þoka sér nær og nær ósi Öxarár þar sem hann hrygnir. Þá fer í hönd tímabil þar sem tækifæri er að setja í höfðingjana í landi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Sá sem helst hefur sérhæft sig í því er Cezary Fijalkowski. Hann er farinn að stunda svæðið og byrjaður að setja í tröllin.

„Íslenska sumarið er senn á enda runnið og farið að rökkva á kvöldin. Um leið og einu lýkur, byrjar annað. Í ágúst og september er tími tröllana í Þingvallavatni og það er aðeins tímaspursmál hvenær þú hittir á ferlíkin, 20 punda eða stærri!“ segir Cezary. Hann rekur síðan græjurnar sínar: „Sage X Spey 9140-4, Sage Spectrum Max, Rio Scandi Versi Tip (taumurinn, skiptir miklu máli) Parrot flies sem fást í Veiðihorninu.“

Top of Form

Bottom of Form