10.8 C
Reykjavik
Mánudagur, 19. júlí, 2021
Heim Veiðislóð Veiðisögur

Veiðisögur

Hér verða tíndar til veiðisögur, langar, stuttar, skrýtnar, fáránlegar…..allar sannar náttúrulega. Nýjar, gamlar. Bara veiðisögur sem við hnjótum um á ferðum okkar um bakka vatnanna og síður bókanna/blaðanna.

Tjarnarbrekka, Ragnar Gunnlaugsson

Vangaveltur um risavaxið kjálkabein úr laxi við Víðidalsá

Nokkrir harðir Víðidalskarlar hafa verið að velta fyrir sér kjálkabeini af laxi sem gæti hafa verið enn stærri en hvalurinn sem er uppi á vegg í veiðihúsinu Tjarnarbrekku, sá var veginn 16 kg á sínum tíma, eða 32 pund! Þórður...

Ekki besta leiðin til að byrja vertíðina!

Veiðisaga. Og ekki sú skemmtilegasta fyrir viðkomandi veiðimann. Einn af okkar vildarvinum fékk nóg af því að hlakka til og festi sér leyfi í sjóbirting í Leirvogsá sl mánudag. Og það fór eins og það fór. Hans fyrsta hugsun...

Maríufiskurinn kom í fjórða kasti!

Jóhann Ólafsson tók fimm ára son sinn Júlían með í veiðitúr í fyrsta skipti fyrir skemmstu og drengurinn var strax komin í topp mál. Fyrsti fiskurinn kom á þurrt í fjórða kasti. VoV sló á til Jóhanns og bað hann...

28 pundarinn – Arnór Maximillian segir söguna!

Ein af stærstu veiðifréttum sumarsins, ef ekki sú stærsta er ævintýralegur veiðidagur Arnórs Maximillians sem landaði tveimur risum á sama degi, 101 og 108 cm. Og ekki nóg með það heldur var einn 91 cm líka í sögunni. Hér...

Af Corixum og fleiri flugum

Eftirfarandi er úr bókinni "Silungur á Íslandi". Útgefandi er Litróf, höfundur og ritstjóri sá hinn sami og slær inn þessi orð. Við fengum því leyfi hjá sjálfum okkur til að birta stuttan kafla úr bókinni og grípum niður...
Norðurá, Norðurárdalur

Norðurárlaxinn fundinn!

Mikið hefur verið rætt um vatnsleysið í ám á vestan- og norðanverðu landinu það sem af er sumri og engar ýkjur að ástandið hefur verið svart. Ein af ánum sem hvað mest hafa fundið fyrir vatnsleysinu er Norðurá í...
Sakkarhólmi, Júlíus H Schopka

Gott eða vont að fá sel í hylinn?

Það var frétt/grein í mbl.is fyrir skemmstu þar sem greint var frá sel við Sakkarhólma í Soginu. Þeir sem sendu inn athugasemdir voru ekki á einu máli um skaðsemi þess. VoV er líka í vafa. Greint var frá því að...

Hversu fáránlegt getur það verið! – Ótrúleg veiðisaga

Margt hnýtur maður um við skoðun á gestabókum og gömlum veiðibókum í veiðihúsum. VoV er enn í vísiteringu í Reykjadalsá í Reykjadal. Búið að missa einn lax og reisa annan og landa nokkrum fínum urriðum, en í kvöld fundum...
Elliðaárnar, Heimir Óskarsson

Alvöru veiðisaga, en ekkert einsdæmi

Það gerist margt skrýtið á veiðislóð. Skrýtnar uppákomur, tilfallandi tilviljanir. Magnað hvað margt er með ólíkindum. Þannig var lítið atvik hjá þeim sem voru að loka Straumfjarðará um helgina. Hollið byrjaði á föstudag. Áin var í vexti og laxinn ekki...

Magnaðar veiðisögur!

Við vorum að blaða í bókum og blöðum í vikunni, m.a. í veglegri bók um Víðidalsá og Fitjá með stuttum köflum um Gljúfurá og Hópið að auki, enda má færa rök fyrir því að þetta sé in falleg heild....

ÝMISLEGT