Þessi fiskur er engin smásmíði!

Ótrúlegur urriði var dreginn á land úr Þingvallavatni í gærkvöldi samkvæmt færslu á FB síðu Veiðihornsins. 100 cm ferlíki sem er að öllum líkindum sá stærsti úr vatninu það sem af er vori.

Okkur vantar nafn á veiðimanninum enn sem komið er, en á FB síðunni segir að fiskurinn hafi tekið straumflugu úr safni Mareks Imierski sem hnýtir flugur sínar m.a. fyrir Veiðihornið. Flugur Mareks eru efnismiklar eins og sjá má á myndinni. Fiskurinn var dreginn í landi Þjóðgarðsins.

Fiskar að 100 cm hafa veiðst í vatninu síðustu árin, en stærsti urriði sem veiðst hefur í vor sigraði þennan með hálfum sentimeter, 100,5 cm sjóbirtingur sem veiddist í Tungufljóti í síðasta mánuði.