Hreindýr á hlaupum. Mynd: Jón Eyfjörð.

Við höldum okkur við uppskriftabæklinginn hans Halldórs Halldórssonar Réttir úr ríki Vatnajökuls. Þar er svo margt spennandi og núna skoðumj við hreindýrabollurnar hans. Við áttum okkur á því að líklega eru fáir að hafa það á boðstólum sem jóla- eða áramótamat, en það eru margir dagar þarna á milli…

Þessi réttur er settur upp með „döðlusósu“ sem lítur verulega spennandi út á pappír og í paxís líka, því við erum búin að prófa þetta.

Það sem þarf í þennan rétt er, og þetta er sett upp fyrir sex neytendur:

1,5 kg hreindýrahakk

2 msk villibráðarkrydd

1 stk rósmarínstilkur

2 stk timíangreinar (garðablóðberg)

6 skorpulausar brauðsneiðar

3 dl mjólk

2 egg

2 maks gráðostur (má sleppa)

3 msk Maldon salt

1 rauaðlaukur

3 hvítlauksrif

Döðlusósa:

400 ml rjómi

200 ml vatn

50 gr sveppir (helst kastaníu eða portobello)

20 döðlur

1 msk rifsberjahlaup

1 teningut naut- eða villikraftur

Smjör

Þetta er tvískipt. Bollurnar. Brauðsneiðarnar eru skornar í litla teninga og settar í skál með mjólkinni. Rauðláukurinn og hvítlaukurinn eru smátt skornir. Olía er sett í pott og laukarnir brúnaðir hæfilega.

Timían- og rósmarínlaufin eru smátt söxuð og hnoðuð saman við hakkiðp með villikryddinu, saltinu, rauðlauknum, eggjunum og vel drjúpandi brauðinu. Þetta er handanna og öllu er hnoðað saman í höndunum. Það er subbulegt en ferlega skemmtilegt. Þetta fær síðan að standa í tvær klst og svo eru mótaðar bollur. Uppskriftin segir 50 gramma bollur, en þær mega auðvitað vera fleiri og minni. Þær eru steiktar á pönnu í ca 2 mínútur á hvorri hlið, síðan í ofn í 15 mínútur, ofninn þá stilltur og forhitaður á 150 gráður.

Þá er það sósan: Bræða smjör eða smjörva í potti og þá er búið að skera sveppina og döðlurnar niður í smátt. Steikja það upp við vægan hita þangað til að hráefnið er orðið mjúkta, þá er vatninu, rjómanum, rifsberjahlaupinu og kraftinum bætt útí. Það fær að sjóða smástund . Sósujafnari þá settur útí, ekki of mikið samt. Ef menn vilja ekki litinn, þá er hægt að skutla útí sósullit, en við erum ekki hrifnir af því. Á þessu stigi er það bara salt og pipar ef að menn telja að þurfa þyki….

Wolf blass yellow
Wolf blass yellow

Kæru lesendur, þetta er flottur réttur. Og vínið sem skiptir máli er eftirfarandi, Wolf Blass Yellow Label Shiraz:

BRAGÐLÝSING

Dökkkirsuberjarautt. Mjúk meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, brómber, barkarkrydd, evkalyptus.

BRAGÐFLOKKUR: MEÐALFYLLT OG ÓSÆTT

Fjölbreyttur flokkur vína sem sum hafa verið tunnuþroskuð og önnur ekki, yfirleitt tilbúin til notkunar þegar þau koma á markað þó að mörg geti geymst í einhver ár. Hér er að finna allar hugsanlegar þrúgur svo sem léttari Cabernet og Merlot, Chianti og flest Rioja-vín.