Stóra Laxá, Árni Baldursson
Glæsilegur lax úr morgunafla í Stóru Laxá. Myndin er af FB síðu Árna Baldurssonar.

Á morgun verðum við með sundurtektina okkar á vikutölunum, á áskriftarsvæðinu okkar, en viljum gjarnan deila með öllum nokkrum staðreyndum. Það komu smálaxagöngur fyrir norðan, slæm skilyrði hafa bara ekki skilað öllu…og það er skýr lína dregin á milli landsvæða…

Við vorum með 31 á til að segja frá að þessu sinni og þær koma allar á morgun, en stóru fréttirnar eru að lax er farinn að mokast inn í Rangárþingi. Það byrjaði reyndar fyrir nokkru í Ytri Rangá, en Eystri er líka komin í gang. Þverá í Fljótshlíð er auk þess ein af þeim ám sem að eru með betri tölu en á sama tíma í fyrra.

Fimm ár eru komnar í fjögurra stafa tölu, Ytri efst, síðan Miðfjarðará, Þverá/Kjarrá, Norðurá og Blanda. Meira um það síðar, en skoða verður að skilyrði í nýliðinni viku voru yfirleitt afleit. Vatn að „hrynja“ í ánum í þurrkum og mikill lofthiti. Ekki frábært. En af 31 á sem höfðu skilað vikutölum á angling.is voru 13 með betri heildartölu en á sama tíma í fyrra, en 18 með verri tölu. Mest mun þetta koma inn á morgun á Veriðislóð, en gaman að geta þess að Hofsá átti sína bestu viku og fór upp fyrir sína „sama og í fyrra“ tölu sína….