Rathcliffe
Sonny, Geprge og Julia Rathcliffe, börn Jims Rathcliffe, hampa laxi pabba. Mynd -gg

Selá var opnuð seinni partinn í dag, en þó ekki fyrr en klukkan var langt gengin í átta í kvöld. Auðjöfurinn Jim Rathcliffe og fjölskylda hans opnuðu ána í fyrsta skipti og var mikil eftirvænting, enda hefur sést mikið af laxi í ánni síðustu daga.

Jim Rathcliffe, Selá
Jim Rathcliffe búinn að setja í fyrsta lax sumarins í Selá, kastaði á Fosshylinn ofan af klettinum. Að minnsta kosti hundrað laxar lágu í röðum í hylnum. Mynd -gg
Hilmar Jónsson, Selá
Hilmar Jónsson leiðsögumaður er sáttur eftir að hafa háfað laxinn. Mynd -gg.
Jim Rathcliffe, Gísli Ásgeirsson
Jim Rathcliffe og Gísli Ásgeirsson ræða málin við opnun Selár í kvöld. Mynd -gg

VoV staldraði við á bakkanum og fylgdist með þegar fyrstu löxunum var landað. Þann fyrsta veiddi Jim Rathcliffe, en naut þó aðstoðar enda stutt síðan að hann lærbrotnaði illa og Selá ekki auðveld líkamlega heilum mönnum, hvað þá þeim sem þurfa að styðjast við tvær hækjur. Sonur hans Sonny landaði fljótlega ámóta laxi, um 80 cm. Fleiri komu á land en laxinn tók samt víða grannt, þannig missti George Rathcliffe fimm í röð í Narra.Verðum með nánar síðar.