Sunnudalsá, Langamelshylur
Veitt í Langamelshyl í Sunnudalsá. Mynd -hh.

Sunnudalsá í Vopnafirði kemur aftur inn í almenna sölu 2021 eftir stuttan stans þar sem fylgst var með lífríki árinnar. Sumarið 2021 verður áin aftur í umferð, en hún var seld sjálfstæð frá Hofsá 2019 og 2018 með góðum árangri. Það er Strengur sem að greindi frá þessu nýverið.

Stöngum verður fækkað í Sunnudalsá úr 3 stöngum í 2 en samt sem áður verður stór hluti efra silungasvæðis Hofsár með, þá aðallega hinn víðfrægi Fellshylur sem er að öðrum sjóbleikjustöðum ólöstuðum einn sá besti hér á landi. Sunnudalsá er hliðará Hofsár og lengstum hafa þær alltaf verið taldar saman í veiðitölum. Þessi tvö sumur sem að áin var seld út sér var veiði ríflega 100 laxar sem er mjög gott miðað við hversu seint að sumri veiðin var opnuð.