„Moksnjóaði“ á veiðimenn við Húseyjarkvísl

Það „moksnjóaði“ á veiðimenn á Norðurlandi í dag, en menn voru samt að setja í fína fiska í Húseyjarkvísl…og Litluá líka, okkur vantar bara tölur þaðan. En gangur mála í Kvíslinni er ásættanlegur miðað við aðstæður.

„Aðstæður hafa verið erfiðar, lítið vatn og bjart í gær og svo moksnjóaði á okkur í dag. Fimmtán eftir fyrri daginn og erum komnir í tuttugu og fimm eftir seinni daginn. Þetta er fallegir fiskar og þetta er vel ásættanlegt. Það er alveg slatti af fiski á ferðinni, við finnum vel fyrir því,“ sagði Valgarður Ragnarsson leigutaki árinnar í skeyti til VoV