Sportveiðiblaðið með skemmtilegheit að venju

Kápa, Ásgeir Heiðar með kunnuglegan svip.

Sportveiðiblaðið var að koma út. Meiri andsk… eljan í Bender. Í þessu nýjasta tölublaði kennir margra grasa sem endranær, sumt meira spennandi en annað eins og gengur, en það besta er flott.

Fyrir okkur á VoV standa tvö ítem upp úr, ítarlegt viðtal við Ásgeir Heiðar, þó að það sé langt frá því að vera í fyrsta skipti sem viðtal er við hann tekið, og eins frásögn Ólafs Tómasar Guðbjartssonar sem fór í óvissuferð og „ævintýraleit“ í Skaftártungur, veiddi meðal annars í bæði Syðri og Nyrðri Ófæru…..og þar var heldur betur lífsmark. Og umhverfið, ekki af þessum heimi.

Svo er miklu fleira í blaðinu hans Benders og við kannski skjótum inn lítilli grein eftir Pálma Gunnarsson, hún er frábær eins og flest sem hann lætur frá sér, hvort heldur er á prenti eða í tónlist.