Guðmundur Atli Ásgeirsson, leigutaki Laugardalsár við Ísafjarðardjúp og Fossár í Þjórsárdal, hefur tekið Eystri Rangá á leigu í júní, eða 15.-30.júní, en þetta er í fyrsta skipti sem að sá tími er leigður út sérstaklega.

Þetta er hinn kunni klakveiðitími í Eystri Rangá sem umsjónarmaður árinnar Einar Lúðvíksson hefur hingað til haldið utanum. Þekkt hefur verið, að leiðsögumenn, vinir og kunningjar hafa komið og veitt lax í kistur. Veiði hefur yfirleitt verið góð, enda Eystri Rangá komin með einn öflugasta stórlaxastofn landsins. Umræddir dagar á nýliðinni vertíð voru feiki gjöfulir, en alls veiddust 650 laxar og allir „tveggja ára“.

„Það er gaman að geta boðið þetta, þetta eru tólf stangir, aðeins veitt á flugu og allur fiskur fer lifandi í kistur,“ sagði Guðmundur