Gilárós, Vatnsdalsá
110 cm hængur úr Gilárósi í Vatnsdalsá. Myndin er fengið hjá vatnsdalsa.is

Einn af stærstu löum sumarsins veiddist í Vatnsdalsá um helgina, 110 cm ferlíki, og munar aðeins einum sentimetra á honum og þeim sem Árni Pétur Hilmarsson veiddi fyrir skemmstu, 111 cm, á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal.

Já haustið er tími stóru hæng drjólanna. Elías heitir sá er landaði risanum í Vatnsdalsá og aldrei þessu vant veiddist tröllið ekki í Hnausastreng heldur í Gilárósi. Hængurinn mikli tók rauða Frances cone.