Rólegur morgun í Blöndu

Blanda
Blanda . mynd tekin í opnun fyrir nokkrum árum, líklega af Höskuldi Birki Erlingssyni.

Blanda var opnuð í morgun og eftir því sem VoV kemst næst, var morgunvaktin rólegheitin uppmáluð. Eitthvað um tökur og einn eða tveir hristu sig lausa, en ekki fréttist af laxi sem náðist á þurrt.

Við munum reyna að ná inn frekari upplýsingum en þetta að ofan höfum við eftir Höskuldii Birki Erlingssyni sem fylgist jafnan grannt með málefnum Blöndu og er oftar en ekki á vettvangi á opnunardaginn með myndavélina á lofti.