Svartá í Bárðardal
Svartá er mikil náttúruperla og iðandi af lífi. Myndin er fengin af FB síðu félagsskapar um verndun árinnar

Sem kunnnugt er þá eru uppi áform um að virkja Svartá í Bárðardal með mögnuðum óafturkræfum afleiðingum. Hópur veiði- og náttúruverndarsinna hafa unnið gegn áformunum síðustu mánuði og hafa nú m.a. lokið við gerð heimildamyndar um ána, umhverfi hennar og lífríki.

 Þeir sem eitthvað þekkja til Svartá vita að hún stórkostlega falleg á og veiðileg með afbrigðum. Hún er engin spræna sérstaklega eftir að Suðurá bætist við hana, en sjálf á hún upptök í Svartárkotsvatni, efst í Bárðardal. Henni hefur iðulega verið lýst sem smækkaðri útgáfu af Laxá í Mývatnssveit. Þá er lífríki hennar um margt líkt, m.a. eru meðal einkennisfugla þar húsönd og Straumönd og urriðastofninn er stórkostlegur.

 

En heimildamyndin sem um ræðir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, sem er með forsvarsmanna félagsskapar sem unnið hefur gegn virkjunarframkvæmdum við Svartá segir: „Ég minni á að heimildamyndin „Eigi skal höggva“, sem fjallar um náttúruperluna Svartá í Bárðardal og fyrirhugaða virkjun árinnar verður frumsýnd annað kvöld, miðvikudaginn 7.mars, á RUV og hefst útsendingin klukkan 20.40.“

 

VoV hvetur til þess að landsmenn sem flestir horfi á myndina. Virkjunaráætlanir eru oftar en ekki umdeildar hér á landi þar sem vart verður komist hjá skemmdum, spjöllum og tjóni á landssvæðum og lífríki. Er það mál margra hér sé óvenjulega mikið í húfi.