Sela sprelllifandi – Hofsá líka

Selá, Vífilsfljót
Svipast um eftir laxi í Vífilsfljóti í Selá. Mynd -gg.

Við höfum staðfastlega greint frá laxveiði í sumar og eins og allir vita, þá er víða mjög erfitt ástand. Það eru samt svæði þar sem sá silfraði er að skila sér. Við getum nefnt Rangárþing þar sem Eystri hefur vaðið áfram og Ytri er að taka við sér….svo er það Vopnafjörðurinn!

Selá gaf 30 laxa í dag skv Gísla Ásgeirssyni umsjónarmanni og það er frábær veiði. Fréttinni fylgir að lax sé að ganga á fullu, bæði stór og smár, sama gildir um Hofsá sem var lögð í rúst af flóðum, en menn væntu þess að bati færi að koma núna. Sú er raunin.