Kristinn Jörundsson, Dagur Garðarsson, Þverá í Fljótshlíð
Kristinn Jörundsson með tuttugu punda ferlíki úr Þverá í Fljótshlíð. Mynd Dagur Garðarsson.

Fram hefur komið að veiði hefur verið fín í Þverá í Fljótshlíð í sumar og síðustu tíðindi staðfesta að þar geta menn enn fremur sett í risa fiska, það fékk Kristinn Jörundsson, gamli knattspyrnukappinn að reyna í dag…

Síðasta miðvikudag voru komnir 322 laxar á land og áin „full af laxi“ að sögn leigutakans Einars Lúðvíkssonar. Síðan voru þarna á fer´í dag og í gær veiðikempurnar Dagur Garðarsson og Kristinn Jörundsson sem hafa marga fjöruna sopið á bökkum laxveiðiána og Kristinn gerði sér lítið fyrir og landaði 20 punda dreka, eins og sjá má á myndinni sem að Dagur setti á FB síðu sína. Gaman að þessu.