Óhemjulega glæsileg bleikja sem landað var úr Heiðarvatni um helgina.

Eitt besta og athyglisverðasta silungsvatn landsins, Heiðarvatn, var opnað í dag og þrátt fyrir að vorið hafi ekki verið vinsamlegt þá fór veiðin afar vel af stað.

Í status á FB síðu Heiðarvatns skrifaði Ásgeir umsjónarmaður eftirfarandi: „Opnunarhollið í Heiðarvatni gerði frábæra veiði. Náði yfir 80 fiskum á land og stærsti var 81 cm birtingur. Þá kom gríðarlega falleg bleikja á land og nokkrir vel haldnir urriðar. Þetta var frekar blandaður afli og fiskur almennt vænn. Það sem kemur kannski skemmtilega á óvart var að fiskurinn tók meira rétt undir yfirborði og á hröðu strippi. Það má gera ráð fyrir að veislan sé því byrjuð og nái hámarki um mánaðamótin næstu. Það fer þó allt eftir veðri að sjálfsögðu.“