Litlaá opnaði með látum

Litlaá, Stefán Hrafnsson
Glæsilegur staðbundinn urriði úr Litluá í gær.
Litlaá, Stefán Hrafnsson
Einn af þeim vænni úr Litluá í gærdag. Báðar myndirnar eru frá Stefáni Hrafnssyni.

Litlaá í Kelduhverfi opnaði með miklum glæsibrag í gær. Mikil veiði og stuð á mannskapnum. Á áttunda tug fiska voru dregnir á þurrt!

Í skeyti sem VoV barst frá leigutökum Litluár var haft eftir Stefáni Hrafnssyni, sem var meðal veiðimanna á fyrsta degi, að það væri „mikið líf og flottir fiskar“, eins og það var orðað. Kom fram að stærstu fiskar hefðu verið yfir 70 cm og margir hafi verið á bilinu 60 til 70 cm.