Geggjaður urriði úr Kleifarvatni

Glsæilegur urriði úr Kleifarvatni í dag....

Þeir sem keyra Krýsuvíkurleiðina undrast á fegurð Kleifarvatns. En það getur verið gjöfult. Það er ekki allra, en þeir sem kynnast því fara þangað ítrekað, m.a. Adrian Mazik, sem oft fer þangað og landaði í dag geggjuðum urriða.

Það má sjá af myndinni að hún er tekin undan klettunum við vestanvert landið. Ekki er óalgengt að þarna veiðist stórir urriðar, en sleppt var slíkum fiskum í vatnið fyrir mörgum árum og dálítil stofn lifir og nærist á bleikjunni sem í vatninu býr. Og það er af nógu að taka samkvæmt þessum 67 cm urriða sem Adrian Mazic veiddi á spún. Mun stærri fiskar hafa veiðst þarna, þannig veiddi Cezary Fijakovksi, sá er laumaði þessari frétt að okkur að sjálfur hefði hann veidd 14 punda urriða þarna fyrir nokkrum árum. En allt um það, þetta er gríðarlega fallegt eintak af staðbundnum urriða og gaman að vita til þess að slíkir fiskar finnist í Kleifarvatni. Sem heyrir undir Veiðikortið.