Kynning á veiðisvæðum Þjórsár

Þjórsá, Urriðafoss, Iceland Outfitters, IO
Kunnugleg sjón við Urriðafoss í Þjórsá síðustu tvö sumur . Myndin er fengin af FB síðu Iceland Outfitters, IO.

 

Laxveiðivertíðin hefst í Þjórsá 1.júní næst komandi. Ferlega stutt í það. Allra augu berast að Urriðafossi og ekki að ósekju. En Iceland Outfitters eru með fullt af svæðum í Þjórsá sem öll hafa getu til að vera góð frá fyrsta degi og nú verður kynning hjá leigutakanum!

Kynningin verður næsta sunnudag, 26.mai og hefst klukkan 12 á hádegi. Í fréttatilkynningu frá IO segir: „Langar þig að vita meira um veiðisvæðin í Þjórsá? Nú er lag. Stefán Sigurðsson býður öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Stund: 26. maí kl. 12:00. Staður: Bílastæði við Urriðafoss kl. 12:00, Kynning á: Urriðafossi, Urriðafossi B & Þjótanda, Þjórsártúni og Kálfholti.“

„Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast,“ segir Stefán.