"Gústi bóndi" með 89 cm birting úr Eyjafjarðará.

Eyjafjarðará hefur verið að stimpla sig inn sem alvöru sjóbirtingsveiðiá og bætir það flóruna til muna, en fyrir er áin ein besta sjóbleikjuá landsins. Það eru þarna innan um hrikalegir boltar, tröll sem gefa birtingum Suðurlands ekkert eftir.

Á FB síðu Eyjafjarðarár mé sjá frásagnir af tveimur tröllum, 83 cm sem veiddist á Munaþverárbreiðum á fluguna Olive Scull og í dag kom ný færsta með „Gústa bónda“ sem hampar 89 cm birtingi sem er sá stærsti á þessu vori sem hefur gefið ríflega 100 fiska frá mánaðamótum þrátt fyrir að oft hafi ástundun verið erfið vegna aðstæðna.