Laxá í Kjós
Haraldur Eiríksson að landa 12-13 punda laxi í Laxfossi að norðan í Laxá í Kjós.

Veiði hófst í Laxá í Kjós í morgun og fór vel af stað. Kom engum á óvart, langt síðan að lax sást fyrst í ánni og aðrar ár hafa byrjað vel, þannig að þetta var bara í stíl.

Við verðum með meira seinna, en þegar ca klukkustund var eftir af veiðideginum sagði Haraldur Eiríksson sölustjóri Hreggnasa, leigutaka árinnar, að búið væri að landa tíu löxum og missa annað eins. Talsvert virtist vera af fiski.